Gengi rúblunnar hefur fallið mikið síðustu mánuði vegna meiri verðbólgu og þess mikla fjármagns sem sogast í stríðsreksturinn í Úkraínu.
Gengi rúblunnar hefur fallið um rúmlega 30% gagnvart Bandaríkjadal á einu ári.
Harald Magnus Andreassen, aðalhagfræðingur Sparebank 1 Markets, sagði í samtali við Børsen að gengishrapið sé mikið og hafi rúblan aldrei verið veikari.
Þetta hefur neytt Pútín til að taka ákveðið verkfæri i notkun en hann byrjaði að nota það eftir að hann fyrirskipaði innrásina í Úkraínu.
Í síðustu viku tilkynnti ríkisstjórn hans að 43 stærstu útflutningsfyrirtæki landsins verði nú að skipta erlendum gjaldeyristekjum sínum í rúblur.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir gjaldeyrisbrask og til að auka gagnsæi.