fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Glímudeild UMFN neitar að láta leggja sig niður – Segja formann aðalstjórnar hafa reynt að leysa til sín fé deildarinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 15. október 2023 14:00

Mynd: Facebooksíða Glímudeildar Njarðvíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill styrr hefur staðið um starfsemi Glímudeildar Njarðvíkur, eins og af og til hefur verið greint frá í fréttum DV undanfarin misseri. Fyrir skömmu gerði aðalstjórn UMFN tilraun til að leggja deildina niður. Samkvæmt tilkynningum frá glímudeildinni hefur það ekki tekist, starfsemi haldi áfram af fullum krafti og ekki sé lagaheimild til að  leggja deildina niður. Aðrar raddir segja að glímudeildin megi eiga von á því að koma að læstum dyrum með skiptum skrám í íþróttahúsi Njarðvíkur á næstunni.

Við greindum frá niðurlagningu deildarinnar í byrjun mánaðarins. Í þeirri frétt segir:

Stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN) hefur ákveðið að leggja niður glímudeild félagsins í kjölfar áralangra deilna innan félagsins um starfsemi deildarinnar. Í tilkynningu um þetta á vef UMFN segir að deildin hafi verið óstarfhæf vegna ágreinings. Ennfremur segir að deildin hafi ekki virt reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands:

„Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur tilkynnir hér með að ákvörðun hefur verið tekin að leggja niður Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur. Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum. Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarnar í því skyni til að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.

Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur var því lögð niður frá og með 28. september 2023.“

Í tilkynningunni er glímudeildin sökuð um að fylgja ekki lögum og reglum. Er DV hafði samband við forsvarsmenn UMFN og bað um nánari útlistun á reglubrotum báðu þeir um skriflega fyrirspurn. Sú fyrirspurn var send mánudaginn 2. október en svar hefur ekki borist.

Segja formanni hafa mistekist að ná til sín fjármunum deildarinnar

Í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu glímudeildarinnar í vikunni segir að aðalstjórn UMFN hafi engar valdheimildir til að leggja niður deildina. Þá segir að tilraunir aðalstjórnar til að leysa til sín fjármuni deildarinnar hafi mistekist. Færslan er eftirfarandi:

„Fyrir ykkur sem hafið áhyggjur af deildinni ykkar.

Svo virðist sem aðalstjórn hafi eins og fram hefur komið engar valdheimildir til að leggja deildina okkar niður. Við erum enn hjá Ríkisskattstjóra og á mánudaginn stoppaði Landsbankinn tilraun formanns aðalstjórnar Njarðvíkur til að leysa til sín fè deildarinnar með því beinlínis að ljúga. Hann segir deildina vera lagða niður, svo vitnar hann í 29. Og 30gr laga umfn. En í 29 grein kemur einmitt fram að deildir geti hætt en ekki verið lagðar niður.

Einnig kemur fram að heimilt er að nálgast fè deilda sem hætta starfsemi 5 árum eftir að starfsemi er hætt. 30. Greinin fjallar svo um búningamál fèlagsins og kemur því ekki málinu við. Þetta mál fer rètta leið innann kerfisins. Og formaður þarf að svara fyrir þetta.

Aðalstjórn á enn eftir að svara því hvaða lög deildin braut og útskýra hvernig yfir hundrað manna deild sè óstarfhæf. Svo þarf aðalfundur fèlagsins að fara yfir vinnubrögð framkvæmdastjóra og stjórnar í þeim árásum sem deildin hefur mátt þola

Við höldum áfram öll sem eitt.

Við látum skjáskot af tilraun formanns að komast yfir fè deildarinnar fylgja“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg