fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Stefna á 90 póstbox í lok árs

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. október 2023 19:12

Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litfögur póstbox Póstsins um allt land hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Þau eru orðin 84 talsins og fjölgar ört.„Við stefnum á að þau verði 90 áður en árið er liðið. Það eru ýmsir kostir sem fylgja póstboxunum fyrir utan þann augljósasta sem er sá að þau eru aðgengileg allan sólarhringinn, alla daga ársins,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.Vilborg segir að lögð sé áhersla á að póstboxin séu í alfaraleið svo allir hafi greiðan aðgang að þeim. Við höfum komið póstboxunum fyrir í flestum þéttari byggðum hringinn í kringum landið. ,,Viðskiptavinir fara því stutta vegalengd eftir sendingunum sínum og margir kjósa umhverfisvænan fararmáta í slíkum erindagjörðum.“ Fjölmargir póstleggja sendingar í póstbox núorðið. „Það er einfalt og má gera hvenær sem er. Þegar sending og kortanúmer hafa verið skráð á Mínum síðum er pakkinn merktur og settur í póstboxið og svo fer hann sína leið,“ segir hún og bætir við að þeim verði ekki aftur snúið sem hafi prófað að nota  póstboxin til að póstleggja.Í þjónustukönnun sem lögð var fyrir í vor voru viðskiptavinir spurðir um það hvaða afhendingarleið hugnaðist þeim best. „Í ljós kom að ánægjan var mest meðal þeirra sem sækja pakkana sína í póstbox, enda hefur orðið 42% aukning milli ára í notkun þeirra,“ segir Vilborg.„Póstboxin okkar eru auðþekkjanleg um borg og bý og bleiki liturinn gleður augað, ekki síst í október. Það er gaman að segja frá því að vinsælasta eða best nýtta póstboxið er í Mjóddinni og fast á hæla þess fylgir Spöngin, svo sem engin furða þar sem þetta eru ein þéttbýlustu hverfi borgarinnar. Þriðja sætið vermir póstboxið góða í Keflavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg