fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Konur gegna sérstöku hlutverki í stríði sænskra glæpagengja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. október 2023 04:15

Sænsk glæpagengi berjast á banaspjótum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan viðurkennir að hún hafi verið of barnaleg í baráttunni við glæpagengin í landinu og hafi yfirsést það hlutverk sem konur hafa í glæpagengjunum og átökum þeirra.

Afbrotafræðingur telur að konur hafi lengi gegnt ákveðnum hlutverkum innan sænskra glæpagengja en það sé ný staða að þær tengist morðum.

25 ára kona er grunuð um að hafa geymt heimagerða sprengju í íbúð sinni í miðhluta landsins og 37 ára kona er grunuð um að hafa verið tálbeita í fíkniefnaviðskiptum sem áttu að lokka mann úr öðru glæpagengi í gildru svo hægt væri að drepa hann.

Innan glæpagengjanna eru konurnar kallaðar „grænu konurnar“. Þetta eru yfirleitt konur með hreina sakaskrá og eru því ekki í kastljósi lögreglunnar.

Jale Poljarevius, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Sænska ríkisútvarpið að það hafi verið mistök hjá lögreglunni að vanmeta þátt kvenna innan glæpagengjanna. Hann sagðist telja að konur leiki stórt hlutverk í yfirstandandi átökum glæpagengjanna. „Þær eru mikilvægari en við höldum. Konurnar eru oft mjög greindar og eru utan sjónsviðs okkar. Þess vegna eru þær oft látnar geyma hluti heima hjá sér og stundum eru þær notaðar sem tálbeitur til að lokka mismunandi fórnarlömb út og í verstu tilfellum drepa þau,“ sagði hann. Hann sagðist telja að lögreglan hafi árum saman verið of barnaleg og gengið út frá því að meðlimir glæpagengja séu ákveðnar steríótýpur.

Davis Sausdal, afbrotafræðingur, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að „grænu konurnar“ varpi ljósi á ákveðnar andstæður í samfélaginu. „Við ímyndum okkur að konur fremji ekki afbrot og tölfræðin bendir auk þess til þess að það séu aðallega karlar sem fremja afbrot. En það þýðir ekki að konur fremji ekki afbrot og þær geta líka verið félagar í skipulögðum glæpasamtökum“ sagði hann.

Hann sagði það ekki nýtt að konur séu innan glæpasamtaka en að það sé nýtt að þær gegni  mikilvægum hlutverkum innan þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“