fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Sævar hjó af fingri manns með sveðju

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. október 2023 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Sævar Sigurðsson hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag (12. okt.).

Í ákæru er Sævar sagður hafa aðfaranótt laugardagsins 5. nóvember 2022, að heimili sínu, höggvið framan af litla fingri vinstri handar manns sem þar var staddur. Við þetta óhæfuverk er Sævar sagður hafa notað 41,5 cm langa sveðju. Afleiðingar höggsins voru þær að um helmingur færkjúku fingursins (um 1,0 cm stubbur) hrökk af.

Héraðssaksóknari krefst þess að Sævar verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Brotið telst varða við 2.  málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga:

„Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“

Brot sem fellur undir þessa lagagrein getur varðað allt að 16 ára fangelsi en þá aðeins ef brotaþoli lætur lífið, sem á ekki við hér. Ljóst er hins vegar að héraðssaksóknari metur svo að stórfellt líkams- eða heilsutjón hafi hlotist af árásinni.

Brotaþolinn krefst miskabóta upp á 2 milljónir króna.

Sem fyrr segir var þingfesting í dag og má búast við að málið verði til lykta leitt fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli