Sjö ára drengur í Brasilíu, Arthur Bitencourt, lést fyrir skemmstu aðeins örfáum mínútum eftir að myndin sem birtist hér að ofan var tekin.
Arthur var á ferð með móður sinni þegar hann sá einhvers konar hrúgu af hvítum sandi við vegkantinn. Arthur stökk á hlassið og velti sér upp úr því – skemmtilegt augnablik sem átti þó eftir að breytast í martröð.
Það sem hvorki Arthur né móðir hans vissu var að sandhlassið var í raun kalksteinsryk og fékk Arthur heiftarlegt ofnæmiskast eftir að hafa andað hárfínu rykinu að sér.
Skyndilega átti Arthur erfitt með að anda og var honum hraðað á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Atvikið átti sér stað Ipiranga í suðurhluta Brasilíu.