fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Simmi Vill orðlaus: „Krakkar, í hvaða krakkaafmæli erum við stödd?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. október 2023 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og fyrrverandi fjölmiðlamaður, segir engu líkara en að vera staddur í barnaafmæli að fylgjast með þróun mála á hinu pólitíska sviði hér á landi.

Sigmar gerði atburði gærdagsins, þar sem Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann myndi stíga til hliðar sem fjármálaráðherra, að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Við sjáum myndir: Umboðsmaður Alþingis og nýr Umboðsmaður Bjarna Ben,“ segir Sigmar sem birtir myndir af Skúla Magnússyni og Katrínu Jakobsdóttur.

„Á sama tíma og Bjarni Ben á líklega PR stönt ársins þar sem hann virkar eins og fórnarlamb rangrar niðurstöðu og segist virða Umboðsmann Alþingis (á sama tíma og hann virðir svo sannarlega ekki Umboðsmanninn) þá gefst honum tækifæri á að yfirgefa ráðuneytið sitt sem á ekki auðvelt verk fyrir höndum,“ segir Sigmar og skýtur svo á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formann VG.

„Seinni partinn sama dag þá mætir forsætisráðherra og mærir Bjarna og segir hann alveg mega fá nýtt ráðuneyti, enda hafi hann axlað ábyrgð “ekki gjörða sinna” með því að víkja úr því ráðuneyti sem ákvörðunin snéri að,“ segir hann og botnar ekkert í þessu.

„Krakkar, í hvaða krakkaafmæli erum við stödd? Þarf ekki einhver fullorðinn að koma inn og segja bara allir heim?!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg