Um 120 Íslendingar sem eru strandaglópar í Ísrael verða fluttir til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Hefur utanríkisráðherra ákveðíð að senda flugvél eftir fólkinu til Ísraels. Flugvélinni er ætlað að ferja heim um 120 Íslendinga sem þar eru strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landinu en það hefur sett allar samgöngur úr skorðum.
Gert er ráð fyrir að vélin fari frá Tel Aviv klukkan 09:10 að staðartíma í fyrramálið og farþegar verði komnir til Íslands um miðjan dag á morgun.
Ísland hyggst bjóða Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum laus sæti í vélinni sem ekki nýtast fyrir íslenska ríkisborgara.