Lögregla þurfti að sinna ýmsum verkefnum í nótt og gærkvöld. Í dagbók lögreglu greinir frá því flytja þurfti hjólreiðamann á bráðamóttöku eftir að ekið var á hann.
Einnig segir frá því að strætóbílstjóri óskaði aðstoðar lögreglu vegna vandræða með farþega sem var ölvaður og ógnandi. Aðstoð lögreglu var síðan afþökkuð þar sem maðurinn endaði á því að yfirgefa strætisvagninn.
Maður í miðborginni var handtekinn fyrir brot á lögreglusamþykkt er hann var með ólæti og ógnandi tilburði við dyraverði og vegfarendur. Hann neitaði einnig að gefa upp nafn og kennitölu. Var hann vistaður í fangaklefa.
Brotist var inn í grunnskóla í Hafnarfirði eða Garðabæ. Lögregla kom á vettvang en gerandinn var þá farinn af vettvangi á rafhlaupahjóli.
Tölvuvert var um ölvunarakstur og tvisvar var haft samband við lögreglu vegna þess að farþegar neituðu að greiða fyrir leigubíl.