fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir að Rússar ætli að kveðja 130.000 menn í herinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. október 2023 08:00

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar ætla að kveðja 130.000 menn á herskyldualdri í herinn í október og fram að áramótum. Þetta kemur fram í tilskipun sem Vladímír Pútín, forseti, skrifaði undir á föstudaginn.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War skýrir frá þessu í stöðuuppfærslu um gang stríðsins í Úkraínu.

Segir hugveitan að herkvaðningin muni einnig ná til manna sem búa á herteknu svæðunum í Úkraínu.

Í vor voru 147.000 menn kvaddir til herþjónustu samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum.

Vladimir Tsimlyansky, næstráðandi í herkvaðningardeild hersins, segir að mennirnir verði ekki sendir til Úkraínu og að þjónustutími þeirra verði 12 mánuðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg