Umferðarslys varð á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í morgun og er götulokun þar núna.
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að tveir bílar hafi rekist saman og var einn fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsli.
Meðfylgjandi myndir frá lesanda sýna slökkviliðsbíl og sjúkrabíl á vettvangi.