fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Hryðjuverkamálinu vísað frá dómi í annað sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. október 2023 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæru héraðssaksóknara á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Nathanssyni um tilraun til hryðjuverka hefur nú verið vísað frá dómi í annað sinn. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð þess efnis í dag.

Eins og rækilega hefur komið fram í fréttum hafa ákærur á þá félaga um tilraun til hryðujuverka að mestu leyti verið byggðar á skilaboðaspjalli þeirra á forritinu Signal þar sem þeir viðruðu ýmsa óra um hryðjuverk og annað ofbeldi. Verjendur þeirra hafa ítrekað bent á að það skorti rök og gögn um raunverulegar undirbúningsathafnir til hryðjuverka.

Fyrir ákæru héraðssaksóknara varðandi hryðjuverkaþátt málsins var vísað frá í fyrra og var þá lögð fram önnur ákæra. Henni hefur núna verið vísað frá.

Í úrskurðinum segir að verulega skorti á að í ákærunni sé gerð grein fyrir því með skýrum hætti hvernig allt sem greint er frá í verknaðalýsingum tengist ætlaðri ákvörðun mannanna um að fremja hryðjuverk.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs, segir í samtali við DV að þessi niðurstaða hafi verið fyrirsjáanleg:

„Það er mál að linni og ákæruvaldið láti gott heita. Það er ekki hægt að halda áfram að reyna að vinda ofan af mistökum ríkislögreglustjóra í upphafi þessa máls. Hefðu menn haldið að sér höndum í upphafi og ekki haldið þennan blaðamannafund sem aldrei skyldi hafa verið haldinn sem leiddi til þess að öll rannsókn málsins miðaði að því að sanna stóryrtar yfirlýsingar á blaðamannafundinum, þá værum við í allt annarri stöðu í dag. Þá hefði aldrei verið ákært nema fyrir brot á vopnalögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína