fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Börn lentu í hrakningum í Grafarholti – Gert að yfirgefa strætó vegna óveðursins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 12:05

Veðurofsinn í gær skapaði ýmis vandræði í samgöngum Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningar um tímabundnar breytingar á leiðarkerfi Strætó í óveðrinu í gær virðast ekki hafa skilað sér með nægilega skilvirkum hætti til viðskiptavina fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að farið verði yfir verklag og reynt að bæta upplýsingastreymi til farþega.

Eins og alþjóð varð vör við geisaði vonskuveður í gær víða um land. Gular og appelsínugular viðvaranir voru í gangi frá því um hádegi og þó að veðurofsinn hafi ekki alltaf náð þeim hæðum sem hafði verið spáð þá urðu samt ýmiskonar samgöngutruflanir víða.

Strandaglópar í Jónsgeisla

Farþegar Strætó bs. urðu varðir við að leiðakerfi fyrirtækisins tók tímabundnum breytingum vegna ófærðar en því miður komu breytingarnar sumum farþegum, sérstaklega af yngri kynslóðinni, í opna skjöldu, og urðu sumir strandaglópar á stoppistöðvum langt frá áfangastöðum sínum.

Það gilti til að mynda um farþega á leið 18, sem venjulega fer upp í Úlfarsárdal en kl.16.30 í gær barst tilkynning frá Strætó um að vegna færðar yrði aðeins keyrt, það sem eftir lifði dagsins, upp í Jónsgeisla í Grafarholti frá Spöng og þar yrði vagninum snúið við.

Upplýsingarnar birtust á Twitter-síðu Strætó bs. auk þess sem tilkynning var sett inn á Klapp-appið sem flestir farþegar nota. Eins og áður segir virðist tilkynningin hafa farið framhjá mörgum notendum af yngri kynslóðinni sem var sagt að yfirgefa vagninn í óveðrinu og voru síðan strandaglópar uppi í Jónsgeisla.

Fokvondir foreldrar

Á samfélagsmiðlum í gær mátti víða sjá foreldra hella úr skálum reiði sinnar vegna framkomu strætóbílstjóra sem gerði farþegum að yfirgefa vagna í storminum. Það hafi meðal annars endað með því að björgunarsveitir hafi komið einhverjum ungmennum til bjargar og keyrt þeim heim til sín, köldum og hröktum. Önnur hafi bankað grátandi upp á hjá kunningjum til að bjarga sér í skjól.

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., staðfestir í skriflegu svari til DV að áðurnefnd vandræði hafi átt sér stað. Tilkynningar um breytingar á áætlun strætisvagna hafi ekki skilað sér nægilega vel til farþega.

„Við erum að fara yfir verklag varðandi þetta og hvað hægt er að gera betur varðandi upplýsingastreymi til farþega,“ segir Jóhannes Svavar.

Jóhannes Svavar Rúnarsson
Framkvæmdastjóri Strætó.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“