fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Útspil ríkissáttasemjara setti allt á annan endann 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2023 15:30

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari er sannarlega maður vikunnar. Útspil hans í deilingu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar hefur sett allt á annan endann í samfélaginu og sitt sýnist hverjum. Aðalsteinn var gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþætti hans þar sem þeir Aðalsteinn ræddu um vægi sáttamiðlunar í samfélaginu. 

Ýtt undir stofnun sáttamiðlunarstofnunar

Síðustu ár hefur Aðalsteinn beitt sér fyrir eflingu sáttamiðlunar í íslensku samfélagi með aðstoð og aðkomu írsku sáttamiðlunarstofnunarinnar sem hefur staðið fyrir námskeiðum hér á landi. Þannig hefur Aðalsteinn beitt sér fyrir aukinni fagmennsku og auknu vægi sáttamiðlara og þar lýsir hann hvernig þeir eru að vinna grunn að slíkum vettvangi.

Í hlaðvarpinu lýsir Aðalsteinn einnig muninum á umboðslausum sáttamiðlara og hlutverki hans sem milligönguaðila á milli deilenda annars vegar og starfsvettvangi ríkissáttasemjara hins vegar sem hefur umboð stjórnvalda félagasamtaka og lagaramma til að vinna með. Samtalið er áhugavert og jafnvel enn áhugaverðara í ljósi þróunar síðustu sólarhringa. 

Sjá einnig: Gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara

Við ráðningu Aðalsteins í starf ríkissáttasemjara sagði í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að Aðalsteinn hefði víðtæka þekkingu og reynslu á samningamálum en auk fræðilegrar þekkingar hefur hann reynslu af þátttöku í samningaviðræðum, kennslu í samningatækni, ráðgjöf við samningsaðila og aðstoð við deiluaðila við að bæta samskipti en allt er þetta reynsla og þekking sem talin er mikilvæg þegar kemur að því að skipa í embætti ríkissáttasemjara.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“