fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2023 11:26

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BHM, BSRB og KÍ gera alvarlegar athugasemdir við miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu.

„Afar fátítt er að miðlunartillögum sé beitt og hefur það helst verið gert á opinberum vinnumarkaði. Þá eru lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skýr hvað varðar formkröfur fyrir slíkri miðlunartillögu, þ.á.m. um skyldur ríkissáttasemjara til samráðs við samningsaðila um slíka tillögu.“

Um sé að ræða stórt og alvarlegt inngrip í vinnudeilu af hálfu ríkissáttasemjara. Sérstaklega þegar horft sé til þess að þátttaka í kosningu um tillöguna þurfi að vera mjög mikil svo hægt sé að fella tillöguna, en lögum samkvæmt þarf 25 prósent félagsfólks að synja tillögunni.

„Þröskuldurinn er því mun hærri en þegar kosið er um kjarasamninga og verkfallsaðgerðir og getur komið upp sú staða að tillagan teldist samþykkt jafnvel þó meirihluti atkvæða félli gegn henni. Kröfurnar sem lögin setja þýða í raun, með hliðsjón af framangreindu, að ríkissáttasemjari er að ákveða efni kjarasamnings í stað samningsaðila.“

Miðlögunartillaga sé í eðli sínu neyðarúrræði sem beita þurfi að mikilli varfærni og á viðeigandi tíma.

„Að leggja til miðlunartillögu áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir leiðir óhjákvæmilega til þess að verkfallsvopnið er slegið úr höndum stéttarfélaga sem hafa fullan rétt á að beita því. Að gera að engu verkfallsvopn stéttarfélags er alvarleg aðgerð og stórt ríkisinngrip. Þegar miðlunartillögu er beitt hefur það ekki aðeins áhrif á það stéttarfélag sem um ræðir heldur öll önnur stéttarfélög í landinu og getur skapað hættulegt fordæmi. Miðað við aðstæður og þær upplýsingar sem liggja fyrir nú gerum við alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu á þessum tímapunkti.“

Krefjast félögin að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur. Aldrei megi genga út frá því að kjarasamningur eins stéttarfélags bindi hendur annarra stéttarfélaga eða vegi að sjálfstæði þeirra.

„Hlutleysi og forsendur þurfa að vera hafnar yfir allan vafa þegar ríkissáttasemjari ákveður að hlutast til með beinum hætti í vinnudeilur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“