fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Átökum Gunnlaugs og Borgarbyggðar lokið – Uppsagnarfrestur taldist ekki sem biðlaunatími

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember árið 2019 var Gunnlaugi Auðunni Júlíussyni sagt upp störfum sem sveitarstjóra Borgarbyggðar. Gunnlaugur  er einn þekktasti langhlaupari landsins og hefur getið sér frægð fyrir þátttöku sína í svokölluðum ofurhlaupum þar sem hundruð kílómetra eru lögð að baki.

Í kjölfar uppsagnarinnar stefndi Gunnlaugur Borgarbyggð og krafðist um 60 milljón króna í bætur. Í stefnu sagði hann framferði Borgarbyggðar við uppsögnina hafi verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum og hafi málið valdið honum mikilli vanlíðan.

Taldi Gunnlaugur að uppsögnin hefði í raun verið ólögmæt þar sem honum hafi verið afhent uppsagnarbréf  degi áður en sveitarstjórn tók formlega ákvörðun um að segja honum upp. Bæði Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu því þó að uppsögnin hefði verið ólögmæt enda hafi verið ljóst að Gunnlaugur hefði glatað trausti bæði meiri- og minnihluta sveitarstjórnar og eðli starfsins vegna, en starfið er pólitískt, hefði því verið lögmætt að segja honum upp þó svo ákvörðunin hafi ekki formlega verið tekin fyrr en eftir að hann fékk uppsagnarbréfið.

Héraðsdómur sýknaði Borgarbyggð af öllum kröfum Gunnlaugs sem þá áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Gunnlaugur hefði átt rétt á að fá biðlaun í kjölfar uppsagnarfrests, eða það er að sex mánaða biðlaunatími hefði tekið við að uppsagnarfresti loknum. Hafði Borgarbyggð haldið því fram að hann hefði aðeins átt rétt á þremur mánuðum í biðlaun þar sem uppsagnarfresturinn myndi skerða þann rétt.

Landsréttur leit til þess að í ráðningarsamningi Borgarbyggðar við Gunnlaug kæmi fram að biðlaun tækju við að ráðningartíma loknum en þar sem uppsagnarfrestur innan ráðningartíma þá væri ljóst að biðlaunin tækju við að þeim fresti loknum.

Borgarbyggð áfrýjaði málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að úrlausn málsins hefði verulegt almennt gildi um túlkun samningsbundinna ákvæða um biðlaun starfsmanna sveitarfélaga. Eins hélt Borgarbyggð því fram að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum því að uppsagnarfrestur teldist ekki til biðlaunatíma. Taldi Borgarbyggð að meginregla opinbers starfsmanna-, sveitarstjórnar- og vinnuréttar sé skýr um að telja beri uppsagnarfrest til biðlaunatíma.

Hæstiréttur rýndi gögn máls og taldi það rangt hjá Borgarbyggð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi eða varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Borgarbyggðar. Væri heldur ekki að sjá að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Því var málskotsbeiðni Borgarbyggðar hafnað.

Sjá einnig: Gunnlaugur tapaði fyrir Borgarbyggð – Stefndi sveitarfélaginu vegna brottrekstrar úr bæjarstjórastóli

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum