fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Fyrrum foringi í Wagnerhópnum flúði til Noregs

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 09:00

Andrei Medvedev. Mynd:Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum foringi í málaliðahernum Wagner, sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, flúði til Noregs fyrir helgi og óskaði eftir hæli.

VG skýrir frá þessu og segir að maðurinn, sem heitir Andrei Medvedev, hafi verið handtekinn í bænum Pasvik á föstudaginn fyrir að hafa komið ólöglega yfir landamærin frá Rússlandi. Lögmaður Medvedev, Jens Bernhard Herstad, staðfesti í gær að það væri skjólstæðingur hans sem hefði verið handtekinn á föstudaginn en lögreglan hafði ekki viljað nafngreina hann.

Rússneski netmiðillinn gulagu.net segir að Medvedev hafi flúið til Noregs frá rússneska bænum Nikel í Múrmansk. Eru landamæraverðir sagðir hafa sigað hundum á hann og skotið á hann.

Eftir að hann var handtekinn og óskaði eftir hæli var hann fluttur til Osló.

Fjölmiðlar skýrðu frá því fyrir nokkrum vikum að Medvedev hafi flúið frá vígvellinum í Úkraínu eftir að einn undirmanna hans var tekinn af lífi með sleggju eftir að hann gerðist liðhlaupi. Medvedev sagði í samtali við The Insider í desember að hann vissi um minnst tíu álíka mál þar sem liðhlaupar hefðu verið teknir af lífi.

Í samtali við Ukraine Today sagðist hann óttast um líf sitt eftir að hann gerðist liðhlaupi.

Eftir að hann gerðist liðhlaupi biðlaði hann persónulega til Pútíns um vernd og bað um að verða ekki afhentur liðsmönnum Wagner.

Í samtalinu við The Insider sagði hann að hann hefði komið sér upp „líftryggingu“ með því að geyma tvær upptökur af aftökum sem myndu verða birtar sjálfkrafa ef hann skyldi „hverfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna