fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Páll stígur inn í skessumálið: Dómgreindarlaust smekkleysi en engin hatursorðræða

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. janúar 2023 18:00

Páll Magnússon, Mynd -Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri leggur orð í belg í umtöluðu máli er varðar tröllin á þrettándanum í Eyjum og það uppátæki að merkja annað tröllið með afbökun á nafni baráttukonunnar Eddu Falak.

Vart þarf að taka fram að uppátækið hefur vakið harkaleg viðbrögð eins og tíundað hefur verið í fréttum undanfarið. Páll fer hörðum orðum um þennan verknað en segir það þó gengisfellingu á orðum að líkja verknaðinum við hatursorðræðu eða rasisma (rasistaásökunin sneri að trölli sem átti að tákna Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara, en tröllið var í arabaklæðum).

Páll segir í Facebook-pistli:

„Þeir sem skreyttu tröllin á Þrettándanum í Eyjum gerðu sig seka um dómgreindarlaust smekkleysi þegar eitt tröllið var merkt með afbökuðu nafni Eddu Falak. Þetta kallaði á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni af hálfu ÍBV – bæði opinberlega og til Eddu persónulega – með loforði um bót og betrun.“

En Páll telur að fólk hafi tekið of sterkt til orða í umræðu um málið og telur hugtök hafa verið gengisfelld:

„En að kalla þetta “hatursorðræðu“, “rasisma“ eða “ofbeldishótun“ er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur – og óðaverðbólga í orðanotkun.

 Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna