fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Segja að Rússland muni leysast upp innan tíu ára

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 06:56

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætta er á að Rússland leysist upp innan tíu ára. Þetta er mat 167 sérfræðinga sem tóku þátt í könnun á vegum hugveitunnar Atlantic Council.

Sky News skýrir frá þessu og segir að sérfræðingarnir hafi deilt sýn sinni á hvernig stjórnmál og landafræði, félagslegar og stjórnmálalegar hreyfingar og fleira geti litið út eftir tíu ár.

Niðurstaða þeirra er að hætta sé á að Rússland muni hugsanlega ekki lifa næsta áratuginn af í þeirri mynd sem við þekkjum.

40% þeirra spáðu því að landið muni leysast upp innan frá fyrir 2033 vegna „byltingar, borgarastyrjaldar, pólitísks sundurlyndis eða af öðrum ástæðum“.

46% sögðust eiga von á að Rússland verði þrotríki (failed state) á næsta áratug eða hrynji saman.

Atlantic Council segir að Evrópubúar séu sérstaklega svartsýnir á framtíð Rússlands því 49% þeirra telja að Rússland muni hrynja saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“