fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Steinþór ákærður fyrir manndráp – Tómas lést vegna blóðtaps eftir tvær hnífstungur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. september 2023 09:46

Mynd sjónarvottar sýnir lögreglu og sjúkralið koma inn í Ólafsfjörð nóttina örlagaríku sem Tómas Waagfjörð lét lífið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Steinþór Einarsson fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í íbúð á Ólafsvegi á Ólafsfirði aðfaranótt 3. október árið 2022. Ákæran hljóðar upp á manndráp.

Í ákæru segir að Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar með hnífi í vinstri síðu með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 26. september næstkomandi. Samkvæmt heimildum DV mun Steinþór neita sök og bera við sjálfsvörn. Í gæsluvarðhaldsúrskurði sem birtur var nokkrum vikum eftir atburðinn segir að gögn málsins beri með sér að hinn látni hafi átt upptökin að átökunum og veist að hinum grunaða með hnífi og stungið hann í andlit og læri. Staðfest er að Steinþór var með alvarlega hnífstunguáverka eftir átökin, meðal annars í andliti. Jafnframt er vitað að íbúðin var sem blóðvöllur. Tómas fór ævareiður til fundar við Steinþór þessa nótt en tvær konur og einn karlmaður voru einnig í íbúðinni. Þau sluppu ómeidd.

Héraðssaksóknari krefst þess að Steinþór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerðar eru kröfur um miskabætur og skaðabætur (vegna missis framfærslu) fyrir hönd tveggja barna Tómasar, annað er fætt árið 2018 og hitt 2015. Miskabótakröfur fyrir hvort barn nema 6 milljónum króna og skaðabótakröfur 6,5 milljónum fyrir yngra barnið og um 4,5 milljónir króna fyrir eldra barnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast