Þann 6. október næstkomandi verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjaness í máli héraðssaksóknara gegn manni sem sakaður er um nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás á konu.
DV hefur ákæru málsins undir höndum en lýsingar í henni á meintu ofbeldi mannsins eru afarr óhugnanlegar en konan hlaut lífshættulega áverka af árásinni.
Eftir að hinn ákærði og konan hófu samfarir með beggja vilja beitti hann hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að hafa gegn vilja hennar samfarir í endaþarm auk þess að stinga hendi sinni langt inn í leggöng konunnar. Hann hélt henni niðri á meðan þessu stóð og hélt áfram þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir konunnar um að hætta.
Konan hlaut lífshættulega áverka í leggöngum, tvær sárrifur og rifu á slagæð, með virkri slagæðablæðingu sem sauma þurfti fyrir.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan fer fram á miskabætur að fjárhæð 2,5 milljónir króna.