Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að nú kosti rafbíll frá 4,5 milljónum, velti verið á tegund og búnaði.
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir ekki vitað hvaða leið stjórnvöld ætla að fara hvað varðar hugsanlegar ívilnunaraðgerðir vegna virðisaukaskattsins. Það valdi því að ekki sé hægt að verðleggja rafbíla sem á að selja í byrjun næsta árs en sumir þeirra eru jafnvel á leið til landsins.
„Það er gefið í skyn að það verði einhverjar ívilnanir vegna hreinorkutækja en við vitum í rauninni ekki hvernig þær verða, hversu miklar eða hvernig uppbyggðar. Virðisaukaskattsívilnanir munu falla út og fara í að vera í styrkjaformi í gegnum Orkusjóð. Með niðurfellingu virðisaukaskattsívilnunar munu rafbílar hækka um 1.320.000 um áramótin en hvað og hvað há upphæð kemur á móti vitum við ekki,“ sagði hún.