fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Rafbílar rokseljast – Gætu hækkað um 1,3 milljónir um áramótin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. september 2023 17:00

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafbílar rokseljast þessa dagana en frá áramótum hafa rúmlega 5.200 rafbílar verið nýskráðir eða 40% af öllum nýskráðum fólksbílum. Fólk streymir nú í bílaumboðin til að kaupa sér rafbíla þar sem reiknað er með að þeir hækki um áramótin þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá. Mun hver bíll þá hækka um 1.320.000 krónur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að nú kosti rafbíll frá 4,5 milljónum, velti verið á tegund og búnaði.

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir ekki vitað hvaða leið stjórnvöld ætla að fara hvað varðar hugsanlegar ívilnunaraðgerðir vegna virðisaukaskattsins. Það valdi því að ekki sé hægt að verðleggja rafbíla sem á að selja í byrjun næsta árs en sumir þeirra eru jafnvel á leið til landsins.

„Það er gefið í skyn að það verði einhverjar ívilnanir vegna hreinorkutækja en við vitum í rauninni ekki hvernig þær verða, hversu miklar eða hvernig uppbyggðar. Virðisaukaskattsívilnanir munu falla út og fara í að vera í styrkjaformi í gegnum Orkusjóð. Með niðurfellingu virðisaukaskattsívilnunar munu rafbílar hækka um 1.320.000 um áramótin en hvað og hvað há upphæð kemur á móti vitum við ekki,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð