fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Guðmundur rændur um mörg hundruð þúsund í Istanbúl -„Ég er eiginlega í meira sjokki yfir viðbrögðum bankans“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. september 2023 20:50

Guðmundur Hárlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er eiginlega í meira sjokki varðandi viðbrögð bankans en út af ráninu sjálfu, “ segir Guðmundur Hárlaugsson sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að tapa stórfé í kortasvindli í Istanbúl, fjölmennustu borg Tyrklands. Hann segir að viðskiptabanki hans, Íslandsbanki, hafi sagt honum að ekkert væri hægt að gera í hans máli og féð, um 600-700 þúsund krónur, sé því glatað.

Allt straujað innan klukkustundar

Guðmundur, sem hefur ferðast víða, þurfti að taka út peninga og skellti sér í hraðbanka við stóra umferðargötu í borginni. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd sem Guðmundur tók voru nokkrir hraðbankar í boði en mikið var að gera þennan dag og talsverð röð í flesta bankanna, nema einn. „Það er maður þarna sem bendir mér á að það sé laust í þennan hraðbanka og ég gríp hann á orðinu,“ segir Guðmundur.

Ekki vildi þó betur til en svo að hraðbankinn gleypti kort Guðmundar, eftir nokkrar árangurslausar tilraunir hans til að skrá inn PIN-númerið sitt. Í kjölfarið hafi hann haft uppi á útibúi bankans, sem var talsverðan spöl í burtu, og fengið þau skilaboð að það tæki líklega um viku að ná í kortið.

Þá hringdi Guðmundur og lét loka kortinu sínu. Alls telur hann að allt þetta ferli hafi tekið um klukkustund en á þeim tíma hafði óprúttnum aðilum tekist að strauja kortið hans fyrir um 600 – 700 þúsund krónur.

Hefði átt að loka kortinu strax

„Þegar ég skoðaði netbankann minn skömmu síðar höfðu engar færslur verið gjaldfærðar en þær komu svo inn nokkrum dögum síðar,“ segir Guðmundur sem var eðlilega verulega brugðið. Um hafi verið að ræða Mastercard frá Íslandsbanka og hann hafi því haft samband við bankann vegna málsins en fengið þau svör að ekkert væri hægt að gera í málinu. „Ég er mjög ósáttur við þau viðbrögð. Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að hægt sé að strauja kortið mitt í mörgum færslum fyrir þessa háu upphæð án þess að einhverjar viðvörunarbjöllur hringi í kerfi bankans. Svo sit ég uppi með allt tjónið,“ segir Guðmundur.

Þegar litið er í baksýnisspegilinn segir hann að það blasi við að hann hafi lent í klónum á þaulskipulögðum glæpamönnum. „Það er ýmislegt sem ég sé núna að voru rauð flögg. Yfirleitt hef ég haft þá reglu að taka bara út í hraðbönkum sem eru í eða við útibú banka en ég gerði undantekningu frá því í þessu tilviki,“ segir Guðmundur.

Þá hafi verið erfitt að troða kortinu inn í hraðbankann sem að hefði átt að vekja grunsemdir hans. „En aðallega er ég fúll yfir því að hafa ekki lokað eða fryst kortið strax, bara í gegnum heimabankann,“ segir Guðmundur og bætir við að hann voni að saga sín verði öðrum víti til varnaðar.

Ábyrgð hvíli á korthöfum

Í svari við fyrirspurn DV segir Edda Hermannsdóttir,  samskiptastjóri Íslandsbanka, að bankinn geti ekki tjáð sig um einstaka viðskiptavini en um kort sem bankinn gefi út gildi ákveðnir skilmálar.

„Samkvæmt þeim ber korthafi ábyrgð á varðveislu kortsins þannig að óviðkomandi aðilar komist ekki yfir það. Pin númer er leyninúmer sem er persónubundinn öryggisþáttur viðskiptavinar.  Á korthafa hvílir sú skylda samkvæmt skilmálum að ganga úr skugga um að enginn sjái þegar hann notar persónubundna öryggisþætti eins og t.d. pin númer við úttekt eða afgreiðslu,“ segir í skriflegu svari Eddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins