fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sunnudagurinn slæmur fyrir kýr í Eyjafirði – „Það væri verulega gott ef viðkomandi myndi gefa sig fram“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. september 2023 14:00

Kýr fljúga nú ekki oft.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að ökumanni sem keyrði á kú í Hörgársveit í gær. Aflífa þurfti kúnna eftir áreksturinn.

„Það væri verulega gott ef viðkomandi myndi gefa sig fram. Þá er hægt að ganga frá þessu, út frá tryggingum og svoleiðis,“ segir Kári Erlingsson, varðstjóri á Akureyri.

Áreksturinn varð við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 um klukkan 15:30, og ökumaðurinn að keyra til suðurs.

Ökumaðurinn flúði af vettvangi eftir að hafa keyrt á kúnna. En hún hafði sloppið laus og var kominn út á veginn, fullorðin kýr. Sjónarvottar sögðust hafa séð ljósa fólksbifreið keyra á brott af vettvangi.

Kýrin var ekki dauð þegar komið var að henni en mjög slösuð á fæti. Var tekin ákvörðun um að aflífa hana.

Kári segist vænta þess að það sjáist á bílnum eftir höggið við þessa stóru skepnu. Það fari þó líka eftir því hvernig áreksturinn var.

Óvíst er hvert tjón bóndans er. Ríkisstjóri gefur út eignamat fyrir bændur og er það nýjasta frá árinu 2021. Þar segir að verðmat á fullorðinni mjólkurkýr séu 133 þúsund krónur. 130 þúsund fyrir kvígur og holdakýr.

 

Ungmenni keyrðu á kúahóp

Þetta var ekki eina atvikið þar sem keyrt var á nautgripi í Eyjafirðinum á sunnudag. Aðfaranótt sunnudags, um klukkan 1:30 ók bifreið með fjórum ungmennum á hóp kúa við bæinn Klauf í Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Var einn fluttur með minniháttar meiðsli á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þrjár kýr drápust í árekstrinum og aflífa þurfti þá fjórðu. Þá er sú fimmta alvarlega særð. Kýrnar höfðu brotið upp hurð og sloppið út á veg, 70 talsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum