fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Er gagnsóknin misheppnuð eða snilldarlega útfærð aðgerð?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. september 2023 04:04

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er yfirstandandi gagnsókn Úkraínumanna beinlínis misheppnuð og dýrkeypt í mannslífum og búnaði? Eða er þetta snilldarlega útfærð aðgerð af hálfu Úkraínumanna sem getur rutt brautina fyrir mikilvægt gegnumbrot gegn rússneska innrásarhernum?

Talsmenn síðari kenningarinnar hafa fengið vind í seglin að undanförnu í kjölfar þess að Úkraínumenn náðu bænum Robotyne í Zaporizjzja-héraði á sitt vald en hann er mjög mikilvægur út frá hernaðarlegu sjónarmiði.

Það að þeir hafa náð bænum á sitt vald veldur miklum þrýstingi á hina svokölluðu Surovikinlínu en það er hin stóra varnarlína sem Rússar hafa komið upp. Hugsanlega opnar fall bæjarins fyrir sókn Úkraínumanna í suður en þar er bærinn Tomak, sem er gríðarlega mikilvægur varðandi umferð um svæðið, og stórborgin Melitopól og í besta falli Asóvshaf.

Einnig hefur verið skýrt frá sigrum Úkraínumanna í og við Bakhmut í Donetsk en þar hefur verið hart barist í 13 mánuði.

Vestrænir áhrifamenn hafa að undanförnu lýst yfir trú sinni á sókn Úkraínumanna og sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, til dæmis að Úkraínumenn leggi hægt og bítandi meira landsvæði undir sig. Þeim hafi tekist að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa og sæki nú fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK