fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Aftakaflóð gætu orðið tíðari hér á landi vegna loftslagsbreytinganna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. september 2023 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna loftslagsbreytinganna gætu aftakaflóð orðið tíðari hér á landi. Af þeim sökum þarf að huga að skipulagi íbúðakjarna og byggðarlaga samhliða framtíðarsviðsmyndum af stöðu sjávar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að Veðurstofan hafi á síðasta ári gefið út skýrslu þar sem mat var lagt á aftakaflóð umhverfis landið og er þetta fyrsta matið, sem gert hefur verið, um endurkomutíðni sjávarflóða fyrir allt landið. Út frá þessu mati er hægt að leggja mat á hversu langt inn á land slík flóð geta náð.

Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofunni, sagði að kortið sýni í raun ekki framtíðarsviðsmyndir, það sé einungis verið að meta 100 ára viðmiðunarflóð og því sé ekki hægt að spá fyrir um hvar næsta flóð verði.

Hún hefur fjallað um áhrif loftslagsbreytinganna á sjávarstöðuna og hækkun á sjávarborði sem geta haft áhrif á tíðni aftakaflóða. Í heitari sviðsmyndum gætu þau átt sér stað á 12 ára fresti í stað 100 ára.

Haft er eftir henni að við þurfum að breyta hugsunarhætti okkar þegar kemur að skipulagningu byggða, sérstaklega íbúðakjarna, allt frá frárennslismálum til flóðgarða. Hún sagði að nú sé unnið að því að reikna út hækkun á sjávarstöðu til að hægt sé að leggja mat á ólíkar sviðsmyndir varðandi flóð.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK