fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Nágranni segir handtekinn mann ófeiminn við að spranga um á nærbuxunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. september 2023 12:30

Skjáskot Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluaðgerð í Flúðaseli í gær vakti mikla athygli. Vísir greindi frá en lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við handtöku þriggja manna. Handtökurnar tengjast ráni og ofbeldisbrot á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudags.

Mynd náðist frá aðgerðunum sem sýnir lögreglumenn leiða einn manninn frá húsinu og er hann klæddur í nærbuxur einar fata. Þetta vakti hörð viðbrögð hjá Afstöðu, félagi fanga, sem birti yfirlýsingu vegna málsins í gær. Afstaða sakar lögreglu um að svipta fólk mannlegri reisn með því að handtaka það fáklætt.

Í viðtali við Vísi í gær sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félagsins: „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga.“

Nágranni hinna handteknu segir hins vegar í samtali við DV að maðurinn hafi sést spranga um stigagang hússins á nærbuxum einum fata. Að sögn viðkomandi leigja mennirnir þrír herbergi í húsinu en ekki íbúð.

„Það er búið að vera vesen með þessa gaura í smá tíma. Hafa stolið frá öðrum íbúum stigagangsins,“ segir nágranninn. Einnig sé orðrómur um fíkniefnasölu úr leiguherberginu en það er ekki staðfest. „En fyrir 2-3 vikum var lögreglan með húsleit hjá þeim,“ segir nágranninn.

Viðkomandi segist ennfremur hafa séð manninn hrækja á gólfið í stigaganginum, er hann var klæddur í nærbuxur einar fata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“