fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Gefa í skyn að aðgerðirnar hafi haft rasískan undirtón – „Ég velti því fyrir mér hvort við séum á sömu vegferð og Íran, þar sem fólk er drepið fyrir að mótmæla?”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. september 2023 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonurnar Edda Falak og Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, velta því báðar upp hvort að aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælandanum Anahita Babaei hafi verið með rasískum undirtón. Mótmælastöðu Anahitu og kollega hennar, El­issu Bijou, lauk fyrir stundu og má telja að skortur Anahitu á vatni og vistum hafi hraðað þeirri ákvörðun. Lögregla gerði bakpoka hennar upptækan fljótlega eftir að mótmælin hófust í fyrrinótt og því var hún án þessara nauðþurfta í um 30 klukkustundir áður en yfir lauk.

Edda, sem mætti á vettvang mótmælanna fyrr í dag, birti færslu á Instagram-síðu siunni þar sem hún veltir upp þeirri spurningu hvort að lögreglan hefði tekið af henni vistirnar ef að um íslenskan mótmælanda væri að ræða. Þá benti Edda á að Anahita, sem er frá Íran, hefði óskað eftir vatni og læknisaðstoð á meðan mótmælunum stóð en þeirri beiðni hafi ekki verið sinnt. „Ég velti því fyrir mér hvort við séum á sömu vegferð og Íran, þar sem fólk er drepið fyrir að mótmæla?” spurði Edda á Instagram-síðu sinni.

Færsla Eddu

Valgerður tók í svipaðan streng á Facebook-síðu sinni. „Anahita er frá Íran þar sem hún á að hættu að vera drepin sýni hún borgaralega óhlýðni, við héldum að það væri öðruvísi hér og að mannréttindi væru virt á Íslandi! Er það vegna þess að hún er brún kona frá öðru landi að hún fær ekki lífsnauðsynlega aðstoð? Ég myndi skipta við hana ef ég gæti, sjá hvort lögregluyfirvöld kæmu öðruvísi fram við mig!? Hver ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að taka af henni VATN og neita að gefa henni það aftur?,“ spurði Valgerður á meðan mótmælin voru enn yfirstandandi.

Í viðtali við Vísi skömmu eftir að Elissa og Anahita höfðu stigið niður úr möstrunum þá gagnrýndi Valgerður framgöngu lögreglu og þá sérstaklega að Anahita hefði verið flutt á brott úr lögreglubíl en ekki sjúkrabíl.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í viðtali við fréttastofu Vísis að ef konurnar hefðu verið í slæmu ástandi hefðu þær verið fluttar á sjúkrahús. Svo hafi ekki verið og þær því flutt fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem þær hafi verið skoðaðar af sjúkraflutningamönnum.

Aðspurður um hví bakpoki Anahitu hefði verið gerður upptækur kom hann með þá myndlíkingu að enginn myndi kvarta yfir því ef að vatn og vistir innbrotsþjófs í íbúð yrðu gerðar upptækar en greint hefur verið frá því að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot.

Þá sagði hann þær Elissu og Anahitu hafa verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg.

Færsla Valgerðar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“