fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þungir dómar yfir burðardýrum: Komu saman til Íslands stútfull af kókaíni en neituðu því að hafa haft samráð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 15:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var í dag kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness yfir konu og karli sem ákærð voru fyrir að hafa flutt til landsins mikið magn af kókaíni sem þau geymdu innvortis í líkömum sínum.

Atvikið átti sér stað þann 23. apríl á þessu ári en fólkið kom með flugi frá Madrid. Konan og maðurinn voru ákærð fyrir að hafa í félagi flutt til landsins 1.338,84 grömm af kókaíni með 86-89% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi.

Allt benti til að parið, sem viðurkenndi vináttu sín á milli, hefði gert þetta í félagi. Þau voru í sömu flugfél, voru með gistingu bókaða á sama gistiheimilinu, voru skráð í sama flug frá landinu og við rannsókn á símum þeirra fundust gögn sem bentu til að þau hefðu lagt á ráðin með þetta.

Bæði játuðu að hafa flutt kókaín til landsins en bæði neituðu því að hafa haft samverknað um smyglið. Í dómi héraðsdóms er farið yfir lögregluyfirheyrslur yfir fólkinu og gefur þetta brot úr þeim nokkra mynd af atburðarásinni:

„Við fyrri skýrslugjöf kvaðst ákærði vera hælisleitandi frá […], búsettur í Madrid til 15 mánaða, biði þar eftir að vera vísað úr landi og hann því borið fíkniefni til Íslands til að afla fjár til að greiða einhverjum á Spáni til að veita honum hæli. Ákærði sagði Íslandsferðina hafa verið ákveðna að morgni laugardagsins 22. apríl, „Jose“ kunningi hans þá farið með hann í einbýlishús í miðbæ Madrid, kynnt hann fyrir hvítum manni um fertugt, sá látið ákærða fá efnin í tilbúnum pakkningum og lofað honum 2.000 evru greiðslu fyrir að flytja þau til Íslands. Ákærði kvaðst hafa vitað að um kókaín væri að ræða, hann gleypt 62 pakkningar og taldi heildarþyngd efnanna um 620 grömm. Ákærði kvað hvíta manninn hafa greitt fyrir flugmiða til Íslands og sá sent ákærða mynd gegnum WhatsApp af flugmiðanum og hótelbókun hér á landi. Jafnframt hafi ákærði fengið 380 evrur í farareyri, átt að gista hér í 4-5 nætur, bíða eftir að fíkniefnin yrðu sótt og halda síðan af landi brott, en ekki hafi verið búið að greiða fyrir flugmiðann héðan. Ákærði kvaðst hafa verið einn á ferð og ekki þekkja neinn á Íslandi.“

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að bæði konan og maðurinn væru sek um að hafa smyglað kókaíni til landsins og jafnframt sek um að hafa haft samráð um smyglið. Þau voru hvort um sig dæmd í tveggja ára fangelsi. Þau hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 23. apríl og dregst sá tími frá refsingunni.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg