fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Andskotans hávaði í Hamraborg olli óheppilegum misskilningi – Allir sáttir eftir að símtal barst frá kurteisum heldri borgara

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Curver Thoroddsen tekur þátt í hátíðinni Hamraborg Festival sem lýkur í dag með verki sem kallast Andskotans hávaði. Þema hátíðarinnar er pönk og er verk Curver hljóðinnsetning sem heiðrar íslenskt pönk. Hafði hann komið átta hátölurum fyrir í bílakjallaranum í Hamraborg sem hver fyrir sig spilar hluta úr íslensku pönklagi, en Curver sagði í samtali við mbl.is í gær að bílakjallarinn hafi í gamla daga verið vettvangur sem pönkarar komu gjarnan saman.

Á mánudaginn kom hann að til að slökkva á verkinu um kvöldið en þá hafði verið klippt á víra hátalaranna. Skemmdarverk hafði átt sér stað og þurfti Curver því að snúa aftur morguninn eftir til að skipta út vírum og koma verkinu aftur af stað. Curver mætti svo í þáttinn Tengivagninn þar sem hann ræddi um skemmdarverkin og velti fyrir sér hvað hafi vakið fyrir geranda. Curver hafði leyfi frá bæði Kópavogsbæ og lögreglu fyrir verkinu. Velti Curver því upp hvort mögulega hefði hér verið á ferðinni einhver íbúi í Hamraborg sem ekki þolir pönk.

Gæddu sér á konfekti og allir sáttir
Í gærkvöldi fékk hann svo símtal þar sem í ljós kom að hér hafði átt sér stað óheppilegur misskilningur.

Símtalið kom frá „kurteisum eldri mann“, eins og Curver segir á Facebook, en maður þessi er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg. Sá hafði ekki klippt á víra af illindum, eða sökum þess að honum mislíkar pönk heldur hafði láðst að greina umsjónarmanninum frá hátíðinni og téðu verki og hann því talið að hér hefðu hrekkjalómar á unglingsaldri verið á ferðinni.

„Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar.

Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring. Svo var aðeins einfaldara að setja saman verkið en virtist við fyrstu sýn.“

Curver hefur nú hitt umsjónarmanninn, Einar, og fengu þeir sér konfekt saman og munu allir vera sáttir við málalok. Verkið verður í gangi til 22 í kvöld og verður þá slökkt á því í hinsta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg