Tíðindalítið var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó kom upp óvenjulegt mál. Um var að ræða rán í miðborginni en þjófurinn hótaði fórnarlambi sínu með örvum, en sleppti þó boganum. Eftir að lögreglu var tilkynnt um ránið náðist þjófurinn fljótlega og tókst að hafa upp á þeim munum sem hann hafði tekið.
Þá var útkall vegna þjófnaðar á rafmagnshlauphjólum og rafmagnskrossara í úthverfi og tveir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.