fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Donald Trump handtekinn og birti sjálfur „fangamynd aldarinnar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. ágúst 2023 06:25

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gaf sig í gærkvöldi fram við yfirvöld í Georgíu-ríki en eins og komið hefur fram er Trump, sem sækist nú eftir embætti Bandaríkjaforseta að nýju, ákærður í þrettán liðum, ásamt átján samverkamönnum sínum, fyrir að hafa reynt að hagræða úrslitum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020.

Trump kom fljúgandi í einkaþotu sinni til ríkisins og þaðan hélt bílalest hans í fangelsið í Fulton-sýslu í Georgíuríki í gærkvöldi þar sem hann gaf sig fram. Áður höfðu lögmenn hans gert samkomulag við saksóknara um að hann fengi að greiða tryggingu, alls 200 þúsund dollara eða 25 milljónir króna, og ganga þannig laus fram að réttarhöldum.

Þrátt fyrir samkomulagið gekk Trump í gegnum hefðbundið ferli handtekinna einstaklinga ytra. Í fangelsinu var hann vigtaður og mældur, (190 cm og 98 kg) fingraför hans tekin og þá var tekin af honum fangamynd (e. mug shot) sem þegar er farið að tala um sem „fangamynd aldarinnar“. Trump var aðeins 20 mínútur inn i í fangelsinu þar til hann fékk að ganga frjáls maður út.

Trump ávarpaði fjölmiðla áður en hann flaug á brott í  einkaflugvél sinni. Hann sagði daginn „sorgardag fyrir Bandaríkin“ og að sagði það sjálfsagðan rétt að véfengja kosningaúrslit.

„Ég trúi því að það hafi verið svindlað í kosningunum,“ sagði hann fréttamönnum sem biðu hans utan við flugvélina. „Ég gerði ekkert rangt og allir vita það.“

Skömmu síðar rauf Trump rúmlega tveggja og hálfs árs hlé sitt frá samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og birti sjálfur myndina með yfirskriftinni að hann myndi aldrei gefast upp.

 

Ráðgert er að réttarhöldin hefjist í febrúar eða mars á næsta ári en þá verður forval Repúblikanaflokksins í algleymi og því ljóst að annasamir tímar eru framundan hjá forsetanum fyrrverandi því auk ákærunnar í Georgíu þarf hann að verja hendur sínar gagnvart ákærum í New York, Flórída og Washington.

Í stuttu máli snýst ákæran í Georgíu um að hann og samverkamenn hans hafi saman freistað þess að hagræða kosningaúrslitum í ríkinu og byggist á svokölluðum Rico-lögum sem snúa að skipulagðri glæpastarfsemi. Má segja að kveikjan að málinu sé símtal  Trumps til kjörstjórnar 2. janúar 2021 þar sem hann krafðist þess að nægilega mörg atkvæði fyndust til að tryggja honum sigur í kosningunum í ríkinu.

Í New York var Trump ákærður fyrir að falsa bókhald sitt til þess að fela 130 þúsund dollara greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, í Flórída snýst kæran um meðferð hans á leynilegum skjölum sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu í óleyfi og kom fyrir á heimili sínu í Mar-a-Lago.

Þriðja ákæran er í Washington en þar er forsetinn fyrrverandi sakaður um samsæri til þess að reyna að hnekkja lögmætum úrslitum forsetakosninganna árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos