fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þekktur útvarpsmaður BBC var beittur kynferðislegu ofbeldi sem barn – „Einn versti barnaníðingur og sá afkastamesti í breskri glæpasögu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 06:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoski útvarpsmaðurinn Nicky Campbell sem starfar hjá BBC gaf vitni fyrir nefnd The Scottish Child Abuse í Edinborg í gær. Greindi Campbell sem orðinn er 62 ára þar frá kynferðislegri misnotkun af hálfu kennara síns, Iain Wares á áttunda áratugnum í einkaskólanum Edinburgh Academy, þar sem námsvistin kostaði 17500 pund á ári.

The Scottish Child Abuse Inquiry er nefnd sem komið var á fót árið 2015 til að kanna starfsemi heimila, skóla og annarra stofnana sem sáu um umönnun og/eða vistun barna. Átti nefndin að gefa skýrslu og leggja til breytingar innan fjögurra ára, sá tímarammi var síðar lengdur og núna nærri átta árum eftir að nefndinni var komið á fót hefur formaður hennar, hæstaréttardómarinn Lady Smith ekki lagt fram neina skýrslu eða tillögur til breytinga.

Campbell mætir til að gefa vitnisburð sinn.

Líkti kennara sínum við alræmdan barnaníðing

Við vitnisburðinn í gær sagðist Campbell jafnframt hafa verið barinn á göngum skólans og orðið vitni að því að aðrir nemendur urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Wares. Sagði Campbell að Wares, sem kenndi við Edinborgarakademíuna á áttunda áratugnum, væri „einn versti barnaníðingur og sá afkastamesti í breskri glæpasögu“.

Campbell líkti Wares við barnaníðinginn Jimmy Savile. og sagði að Wares væri þekktur sem „frík“ sem fróaði nemendum. Campbell greindi einnig frá því að hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi af hálfu kennarans Hamish Dawson, sem lést árið 2009, og segir hann hafa misnotað sig fyrir framan bekkinn sinn.

Afsalaði nafnleynd

Campbell afsalaði sér nafnleynd þegar hann bar vitni fyrir fullum sal áheyrenda í opnum vitnisburði, og í tveggja klukkustunda vitnisburði beygði hann nokkrum sinnum af, en fékk standandi lófaklapp viðstaddra þegar hann hafði lokið máli sínu. Gagnrýndi Campbell einnig stjórnvöld fyrir misheppnaðar tilraunir þeirra til framsals Wares frá heimalandi hans Suður-Afríku. Sagði hann saksóknara hafa greint frá að ekki væri hægt að fá Wares framseldan vegna aldurs hans.

„Þegar hann var að stinga fingrunum upp í afturenda vina minna og fróa þeim, þá var hann ekkert mikið að velta aldri þeirra fyrir sér,“ sagði Campbell, sem sagði það reginhneyksli að Wares gengi frjáls ferða sinna eftir að hafa beitt fyrrum nemendur sína kynferðislegri misnotkun á „iðnaðarskala.“ „Hann býr í Suður-Afríku í flottu eldriborgarafjölbýlishúsi, þar sem hann spilar keilu vikulega og hann hefur misnotað börn.“

Campbell sem barn í skólanum.

Nemandi í 12 ár í skóla „eitraðrar karlmennsku“

Campbell var fimm ára gamall þegar kjörforeldrar hans sendu hann í Edinborgarakademíuna árið 1966, þar gekk hann daglega í skólann þar til hann varð 17 ára, en Campbell bjó ekki á heimavist skólans. Sagði hann við vitnisburðinn að þegar hann hóf námið hafi flestir kennararnir verið kvenkyns, en eftir því sem leið á og Campbell færðist upp um bekki varð kennarahópurinn meira karlráðandi og menning meðal þeirra hefði verið „eitruð karlmennska“.

Sagði hann einn kennara hafa eitt sinn haldið honum niðri og barið hann í bakið með hnúum. Sami kennari hafi einnig slegið hann með trékylfu. Rifjaði Campbell upp hvernig sá kennari valdi nemendur af handahófi án nokkurrar ástæðu og sagði: „Mér líkar ekki hegðun þín“ áður en hann barði nemanda í lok kennslustundarinnar. „Þetta var skelfilegt. Þetta voru pyntingar,“ sagði Campbell.

Segist hann hafa orðið vitni að kynferðislegri árás á skólafélaga sinn af hálfu Wares. „Ég man að hann hallaði sér yfir bakið á vini mínum og byrjaði að fróa honum. Ég man að vinur minn hló og flissaði. Ég man að Wares sagði: “það er leikur, þetta er leikur“, og vinur minn flutti í burtu eftir atvikið.“ Atvikið stóð í um það bil 15 sekúndur, að sögn lögreglu. Campbell sagði að Wares hefði haldið áfram að misnota nemendur sína, í Fettes College sem hann kenndi síðar í og einnig í Suður-Afríku sem hann flutti til frá Bretlandi. 

Campbell lýsti því líka hvernig sögukennari kallaði hann framarlega í bekkinn þrisvar sinnum áður en hann strauk um fætur hans. Í fjórða skiptið setti kennarinn fingur ofan í nærbuxur Campbell og snerti kynfæri hans. Annar kennari réðst á Campbell á gangi skólans þegar hann var 14-15 ára, lýsti Campbell deginum sem versta degi lífs síns þar sem kennarinn hafi haldið honum niðri á hárinu, rifið skyrtu hans og sparkað í hann.

Iain Wares.

Aðrir vitnisburðir á sama máli og Campbell

Í upphafi vitnisburðar síns sagðist Campbell vera „algerlega hræddur“ og baðst fyrirfram afsökunar ef hann myndi beygja af við vitnisburðinn. Campbell er sá síðasti sem ber vitni um misnotkunina í Edinborgarakademínunni, en margir fyrrum nemendur skólans hafa borið vitnisburð og greint frá ofbeldi og misnotkun innan skólans. 

Wares bíður framsals frá Suður-Afríku eftir að hafa verið sakaður um að hafa misnotað fjölda drengja í Skotlandi.  Talsmaður saksóknara segir rannsóknina hafa verið flókna og segist skilja það að málið sé erfitt fyrir alla þá sem borið hafa vitni í málinu nú þegar.

Hver var Jimmy Savile?

Savile sem fæddur var árið 1926 var einn þekktasti sjónvarps- og útvarpsmaður Bretlands á sínum tíma, en hann starfaði hjá BBC á árunum 1964-1994.  Framlög hans til góðgerðarmála voru vel þekkt og var hann kallaður heilagur Jimmy en alls safnaði hann um 40 milljónum punda til góðgerðarmála.

Ári eftir dauða Savile sem lést árið 2011 stigu fjölmörg fórnarlömb hans fram og í ljós kom að Savile var einn alversti kynferðisbrotamaður í sögu Bretlands. Í skýrslu sem kom út árið 2016 þar semstarfshættir BBC voru rannsakaðir í tengslum við kynferðisbrot Savile og sjónvarpsmannsins Stuart Hall kom fram að BBC hafi mistekist að koma í veg fyrir hryllilega misnotkun Savile og Hall, minnst tveir yfirmenn BBC hafi vitað af misnotkuninni en þagað yfir málum Savile og Hall. Í skýrslunni kemur fram að Salvile hafi misnotað frægð sína og valdastöðu til þess að brjóta kynferðislega gegn hundruð einstaklinga af báðum kynjum og komist upp með það þar sem hann hafi verið talinn svo mikilvægur starfskraftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans