fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Davíð Goði sakar Eddu Falak um að hafa svikið sig um milljónir – „Við Fjóla höfum ekki séð krónu. Ekki eina“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 12:01

Edda Falak og Davíð Goði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Goði Þorvaldsson segir að Edda Falak hafi svikið sig um stórfé þegar hlaðvarpsþættirnir Eigin konur hófu göngu sína. Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Close Friends Podcast, í umsjón Bergsveins Ólafssonar þar sem Davíð Goði og Alex Michael Green Svansson lýsa kynnum sínum af baráttukonunni. Samfélagsmiðlastjarnan Arnar Gauti Arnarssonar, betur þekktur sem Lil Curly, var einnig gestur þáttarins.

„Manneskjan er að svíkja bestu vinkonu sína og góðan vin“

Davíð Goði sá um upptökur og alla tæknivinnuna þegar Eigin konum var ýtt úr vör í umsjón þeirra Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Þátturinn vakti strax mikla athygli en Davíð Goði sakar Eddu um að hafa stolið þættinum og að hann og Fjóla hafi ekki séð krónu af tekjum þáttarins þrátt fyrir mikla vinnu.

„Manneskjan er að svíkja bestu vinkonu sína og góðan vin sem eru að starta ógeðslega flottu verkefni um allan peninginn,“ útskýrir Alex í þættinum og Davíð Goði jánkar því: „Ef við tökum þetta saman þá settum við örugglega í þetta 10-12 milljónir í þetta verkefni. Eða ég persónulega.“ Alex greip þá fram fyrir félaga sínum: „Já, fyrirtæki þitt lagði út þetta og hvað gerir hún? Eini peningurinn sem kom inn, hún tók hann.“

„Já. Þetta podcast, ef við tökum þetta saman, hefur örugglega grætt (hér er pípað yfir upphæðina) milljónir. Og þetta er bara fólk sem er að styðja, mánaðarlega. Eða sponsar. Og við Fjóla höfum ekki séð krónu. Ekki eina,“ segir Davíð Goði.

Þetta er í fyrsta sinn sem Davíð Goði tjáir sig opinberlega um málið en en hann gaf í skyn ósætti sitt við Eddu í apríl 2022. Þá ýjuðu hann og Fjóla að því undir rós að Edda hefði svikið þau um peninga en tilefnið var að sjónvarpsþátturinn Aðalpersónur á Stöð 2 þar sem Edda var til viðtals. Þar var hún spurð út í þá gagnrýni að hún væri að græða peninga í formi auglýsinga og áskriftartekna á harmsögum viðmælenda sinna.

Sjá einnig: Sakar Eddu Falak um að hafa snuðað sig um peninga – Edda segir uppgjöri ólokið en ekki standi á henni að borga

„Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt,“ segir Edda varðandi umrædda gagnrýni og segir það skrítið að fólk sé að fara fram á að hlaðvörp séu ókeypis. „Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostnaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað,“ sagði Edda í þættinum.

Ummælin fóru öfugt ofan í Fjólu og Davíð Goða sem ýjuðu að hinum meintu svikum á samfélagsmiðlum án þess að tjá sig frekar, þar til nú.

Í áðurnefndri frétt gekkst Edda við því í samtali við DV að skulda Fjólu og Davíð Goða peninga en sagði þau sjálf ekki hafa sóst eftir því að fá greitt.

Í sárum yfir að missa vinkonu

Svikin rista þó dýpra en peningar en í þættinum kemur fram að Davíð hafi verið í sárum í ljósi þess að náin vinátta hefði tekist með honum og Eddu.

„Þegar við enduðum þetta samstarf og í kjölfarið þessa vináttu, þá var mikil sorg hjá mér því ég var bara að missa vinkonu sem ég hélt að væri góð vinkona mín og ég var sömuleiðis að missa af verkefni sem ég fór af stað með og hélt að gæti orðið eitthvað magnað. En það sást ekkert hjá henni. Það sást engin vanlíðan eða „Vá, hvað þetta er leiðnlegt“. Þetta var bara „ég vona að þið getið óskað mér góðs gengis og sjá mig blómstra“, og svo hefur hún ekki haft samband við okkur aftur og hún hefur ekki borgað okkur pening sem við eigum inni,“ segir Davíð Goði í þættinum.

Segir hann að síðustu skilaboð Eddu til hans hafi verið á þessa leið: „Ég er búin að semja við nýjan aðila til að byrja með og ég vona að þið óskið mér góðs gengis“ og síðan hafi hún ekki heyrt í honum þrátt fyrir að skulda sér stórfé.

Alex var sömuleiðis vinur Eddu en segist hafa séð fyrr í gegnum hana en Davíð Goði og reynt að vara vin sinn við. „Það hefur farið fyrir hjartað á okkur báðum að vita að þessi stelpa, henni er drullusama um fórnarlömbin. Forsendur hennar fyrir að gera þetta eru 100 prósent bara fyrir athygli og peninga. Og vitandi það hefur gert mig brjálaðan því að manneskja sem er að gera þetta á að hafa empathy (ísl. samkennd) fyrir fórnarlömbin en er ekki að nota þau til að græða pening og fá athygli,“ segir Alex.

Hefur enga samkennd

Þá er ljóst að hann hefur ekki mikið álit á siðferði baráttukonunnar.

„Hún stofnaði einhverja hreyfingu bak við eitthvað brand um að hún sé að vernda fórnarlömb kynferðisofbeldis, sem er bara rosaleg brynja. En fólk sem hefur reynslu af henni eins og ég og Davíð, við vitum að þetta er mesti narsissisti sem einhvern tíma hefur komið til Íslands. Þessi manneskja hefur ekkert empathy, (samkennd) ekki neitt,“ segir Alex.

Hér má hlýða á brot úr þættinum:

@closefriendspodcast♬ Blade Runner 2049 – Synthwave Goose

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks