fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Stöðvaður dópaður og próflaus með fullan bíl og tvo félaga í skottinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. ágúst 2023 07:14

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laganna verður stöðvuðu í gærkvöldi ökumann sem var undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökutækið var fullsetið en að auki reyndust tveir farþegar fela sig í farangursými bifreiðarinnar. Við nánari athugun kom síðan í ljós að ökumaðurinn var próflaust að auki.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu nú í morgun en ljóst er að ökumaðurinn á yfir höfði sér refsingu vegna athæfisins.

Tveir aðrir stútar voru teknir undir stýri að auki í gær auk þess sem tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp en blessunarlega urðu ekki slys á fólki.

Þá var tilkynnt um innbrot í nótt, sem lögreglustöðin í Hafnarfirði og Garðabæ fékk inn á sitt borð auk þess sem tvær tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir bárust í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“