Laganna verður stöðvuðu í gærkvöldi ökumann sem var undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökutækið var fullsetið en að auki reyndust tveir farþegar fela sig í farangursými bifreiðarinnar. Við nánari athugun kom síðan í ljós að ökumaðurinn var próflaust að auki.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu nú í morgun en ljóst er að ökumaðurinn á yfir höfði sér refsingu vegna athæfisins.
Tveir aðrir stútar voru teknir undir stýri að auki í gær auk þess sem tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp en blessunarlega urðu ekki slys á fólki.
Þá var tilkynnt um innbrot í nótt, sem lögreglustöðin í Hafnarfirði og Garðabæ fékk inn á sitt borð auk þess sem tvær tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir bárust í nótt.