fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Auglýsa eftir að Eggert Skúli stígi fram til skýrslugjafar eða verði handtekinn ella

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. ágúst 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuleg auglýsing birtist í Lögbirtingablaðinu í dag en þar auglýsti Sigurður Árnason, lögmaður og skiptastjóri í þrotabúi auglýsingamiðlunarinnar Markets ehf., eftir því að athafnamaðurinn Eggert Skúli Jóhannesson myndi mæta til skýrslugjafar í þágu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 21. september næstkomandi.

Sjá einnig: Eggert Skúli og Jóhannes Gísli – Annar margdæmdur og hinn grunaður um fjársvik – Möguleg tengsl við Fréttatímann

Ekki hefur tekist að birta Eggerti Skúla kvaðninguna og er því hún auglýst með þessum hætti en enn fremur kemur fram að mæti athafnamaðurinn ekki fyrir dóm, að forfallalausu, þá megi hann búast við því að vera handtekinn af lögreglu og færður fyrir dómstólinn.

Eggert Skúli Jóhannesson hefur ítrekað verið sakaður um misferli í viðskiptum sem hafa verið til umfjöllunar fjölmiðla. Árið 2016 hófst rannsókn á meintum svikum hans og annarra einstaklinga, þar á meðal sonur hans Jóhannes Gísli, úr Ábyrgðasjóði launa sem endaði með því að feðgarnir hlutu skilorðsbundna dóma ásamt samverkamönnum sínum.

Sjá einnig: Svikafeðgarnir Jóhannes og Eggert hlutu skilorðsbunda dóma í launasvindli – Viðskipta- og veiðifélagar fengu einnig dóma

Dómurinn var kveðinn upp í nóvember í fyrra en Eggert Skúli var þá dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en Jóhannes Gísli hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg