fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Tvær konur földu mikið magn af kókaíni í hjólastól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. ágúst 2023 18:00

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. júlí síðastliðinn voru tvær konur sakfelldar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa flutt mikið magn af kókaíni saman til Íslands með flugi frá ótilgreindu landi til Keflavíkurflugvallar.

Um var að ræða rúmlega 1,6 kg af kókaíni með styrkleika upp á 67-69%. Konurnar földu fíkniefnin í 137 pakkningum í hjólastól sem önnur konan sat í og hin keyrði.

Þær játuðu báðar brotið fyrir dómi og var það virt þeim til refsilækkunar. „Á hinn bóginn ber að horfa til þess að þær fluttu umtalsvert magn af hættulegu fíkniefni til landsins, falin í hjólastól, og voru efnin ætluð til söludreifingar hér á landi og um samverknað er að ræða,“ segir hins vegar í dómnum.

Var hvor um sig dæmd í 18 mánaða fangelsi. Konurnar hafa báðar setið í Fangelsinu Hólmsheiði í gæsluvarðhaldi síðan 1. júní og dregst sá tími frá refsingunni.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”
Fréttir
Í gær

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás