fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Tvær konur földu mikið magn af kókaíni í hjólastól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. ágúst 2023 18:00

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. júlí síðastliðinn voru tvær konur sakfelldar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa flutt mikið magn af kókaíni saman til Íslands með flugi frá ótilgreindu landi til Keflavíkurflugvallar.

Um var að ræða rúmlega 1,6 kg af kókaíni með styrkleika upp á 67-69%. Konurnar földu fíkniefnin í 137 pakkningum í hjólastól sem önnur konan sat í og hin keyrði.

Þær játuðu báðar brotið fyrir dómi og var það virt þeim til refsilækkunar. „Á hinn bóginn ber að horfa til þess að þær fluttu umtalsvert magn af hættulegu fíkniefni til landsins, falin í hjólastól, og voru efnin ætluð til söludreifingar hér á landi og um samverknað er að ræða,“ segir hins vegar í dómnum.

Var hvor um sig dæmd í 18 mánaða fangelsi. Konurnar hafa báðar setið í Fangelsinu Hólmsheiði í gæsluvarðhaldi síðan 1. júní og dregst sá tími frá refsingunni.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“