fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Kona dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona var í morgun, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmd í 22 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Konan var ákærð fyrir að hafa flutt inn til landsins tæplega 2,2 kíló af kókaíni sem hafði 75-79% styrkleika, með flugi frá Barcelona til Keflavíkur, þriðjudaginn 6. júní síðastliðinn. Efnin voru falin í fjórum pakkningum sem límdar voru við fætur konunnar.

Konan játaði brot sín, samkvæmt ákæru, skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt sakavottorði hefur hún ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Einnig er henni virt til refsilækkunar að hún aðstoðaði lögreglu við að upplýsa málið, m.a. upplýsti hún um tengsl annarra við brotið. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða flutti
til landsins verulegt magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi,“ segir hins vegar í dómnum.

Til frádráttar 22 mánaða fangelsisvist kemur gæsluvarðhald konunnar frá 6. júní síðastliðnum.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“