fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Gera kröfu um ferðaheimild fyrir fólk frá ríkjum utan Schengen

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. júlí 2023 09:00

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næsta ári munu þeir sem eiga greiðan aðgang inn á Schengen-svæðið án vegabréfsáritunar þurfa að sækja um ferðaheimild í gegnum nýtt upplýsingakerfi, ETIAS. Þetta er svipað kerfi og ESTA til dæmis Íslendingar þurfa að nota þegar þeir sækja um heimild til að ferðast til Bandaríkjanna.

ETIAS er nýtt upplýsingakerfi Schengen-samstarfsins en það hefur verið í undirbúningi síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin 2001.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að bandarískir ferðamenn verði meðal annars fyrir barðinu á þessari breytingu. Hefur blaðið eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ferðamálaráðherra, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmda stjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að þau telji að nýja kerfið muni ekki hindra för bandarískra ferðamanna en þeir eru fjölmennasti ferðamannahópurinn sem sækir landið heim.

Fólk mun sækja um ferðaheimild í gegnum vefgátt og þarf að veita ákveðnar persónuupplýsingar þar. Einnig verður að framvísa vegabréfi sem rennur ekki út á næstu þremur mánuðum. Þurfa umsækjendur að greiða sjö evrur fyrir umsóknina. Svar berst síðan innan fjögurra daga. Ferðaheimildin, ef hún er samþykkt, gildir síðan í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út.

Hægt er lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“
Fréttir
Í gær

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla