fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Fréttir

Úkraína færir jólin

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska þingið samþykkti fyrr í þessum mánuði lög um að dagsetningu jólanna í landinu verði breytt.

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu undirritaði lögin í gær og því er ekkert að vanbúnaði að lögin geti tekið gildi.

CNN greinir frá.

Áður fylgdi Úkraína hefðum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og var jóladagur í báðum löndum 7. janúar. Framvegis mun hins vegar 25. desember vera jóladagur í Úkraínu.

Þingmenn sem lögðu frumvarpið fram sögðu að þessi breyting myndi hjálpa úkraínsku þjóðinni að losna undan oki Rússa og lifa lífinu á eigin forsendum, með sínar eigin hefðir og hátíðisdaga.

Meirihluti Úkraínumanna og Rússa tilheyra réttrúnaðarkirkjunni (e. Orthodox). Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og hófu stuðning við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum Úkraínu hefur úkraínska réttrúnaðarkirkjan hins vegar í auknum mæli fjarlægst þá rússnesku, en hún hefur verið mjög höll undir rússnesk stjórnvöld.

Þessi gjá breikkaði enn eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári og eindreginn stuðningur æðsta klerks rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kirill patríarka, við innrásina hefur ýtt mjög undir það. Patríarkinn hefur sagt að um sé að ræða stríð milli rússneskrar menningar og vestrænna gilda.

Nýju lögin færa í fast form breytingar sem þegar voru hafnar en víða í Úkraínu voru síðustu jól haldin hátíðleg 25. desember.

Í nýlegri skoðanakönnun meðal Úkraínumanna lýstu 59 prósent yfir stuðningi við þessa breytingu.

Úkraínskir borgarar sem styðja breytinguna segja að hún sé hluti af því að færa landið nær Evrópu þar sem víðast hvar sé jóladagur 25. desember.

Fyrir sumum snýst breytingin ekki um trúarbrögð heldur er hún sögð táknræn fyrir sjálfstæði Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“

„Dæmið mig af verkum mínum, ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kvartaði yfir sekt fyrir að leggja í bílastæði fyrir fatlaða

Kvartaði yfir sekt fyrir að leggja í bílastæði fyrir fatlaða
Fréttir
Í gær

Afsakar grín um hækjuleysi fyrrum ráðherra og níðir næsta mann – „Hann telur sig hafa allt sem prýtt gæti góðan frambjóðanda“

Afsakar grín um hækjuleysi fyrrum ráðherra og níðir næsta mann – „Hann telur sig hafa allt sem prýtt gæti góðan frambjóðanda“
Fréttir
Í gær

Össur segir Trump fara haltrandi heim frá Davos – „Grænland tók hann á óvæntu ippon“

Össur segir Trump fara haltrandi heim frá Davos – „Grænland tók hann á óvæntu ippon“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni

Nauðgaði 13 ára stúlku, faldi hana í tjaldi fyrir barnavernd og gaf henni fíkniefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af sjónmengun vegna tuga vindmylla sem til stendur að reisa skammt frá Þórshöfn

Áhyggjur af sjónmengun vegna tuga vindmylla sem til stendur að reisa skammt frá Þórshöfn