Karl og kona um þrítug, sem sögð eru hafa flutt hátt í eitt og hálft kíló af kókaíni til landsins í vor, sitja í Fangelsinu á Hólmsheiði og bíða réttarhalda.
DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Þar segir að fólkið hafi flutt fíkniefnin í félagi til landsins aðfaranótt sunnudagsins 23. apríl 2023. Um er að ræða 1..338,84 g af kókaíni með 86-89% styrkleika. Efnið var ætlað til söludreifingar hér á landi. Parið kom með flugi frá Madrid á Spáni til Keflavíkur. Fíkninefnin höfðu þau innvortis, var karlinn með 590 g í 62 pakkningum og konan með tæplega 750 g í 78 pakkningum.
Karlmaðurinn er fæddur árið 1994 og konan 1988.
Aðalmeðferð í málinu verður fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 21. ágúst næskomandi. Þangað til situr fólki í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.