fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Par frá Perú situr á Hólmsheiði vegna stórfellds fíkniefnabrots

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. júlí 2023 13:30

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl og kona um þrítug, sem sögð eru hafa flutt hátt í eitt og hálft kíló af kókaíni til landsins í vor, sitja í Fangelsinu á Hólmsheiði og bíða réttarhalda.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Þar segir að fólkið hafi flutt fíkniefnin í félagi til landsins aðfaranótt sunnudagsins 23. apríl 2023. Um er að ræða 1..338,84 g af kókaíni með 86-89% styrkleika. Efnið var ætlað til söludreifingar hér á landi. Parið kom með flugi frá Madrid á Spáni til Keflavíkur. Fíkninefnin höfðu þau innvortis, var karlinn með 590 g í 62 pakkningum og konan með tæplega 750 g í 78 pakkningum.

Karlmaðurinn er fæddur árið 1994 og konan 1988.

Aðalmeðferð í málinu verður fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 21. ágúst næskomandi. Þangað til situr fólki í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu