fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Jón Gnarr segir Sorpu sýna viðskiptavinum lítilsvirðingu – „Ætla að fara aftur í sturtu og skipta um föt eftir þessa ógeðslegu reynslu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2023 14:00

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr skemmtikraftur og fyrrum borgarstjóri lýsti yfir miklum vonbrigðum með hreinlæti í Sorpu eftir ferð sína þangað á miðvikudag í flöskumóttökuna. Segist hann líklega hafa verið fyrsti viðskiptavinur dagsins, en eigi að síður hafi allt verið grútskítugt.

„Fór í dósir og flöskur í endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum strax eftir opnun áðan. Ég held að ég hafi verið fyrsti kúnni dagsins. mætti mér þarna sami viðbjóðurinn og alltaf. Lyktin þarna er náttúrlega ólýsanleg og sóðaskapurinn eftir því.

Færibandið sem tekur við er gamalt og lúið. Þú þarft að passa þig að setja ekki of mikið á það því þá dettur það á gólfið. Það trillar sona 2-4 flöskum í einu þannig að þú hefur oft góðan tíma til að horfa í kringum þig og láta þér verða flökurt. Skjárinn sem telur dósir hefur ekki virkað í svona þrjá ár. Þar sem ég var fyrstur skildi ég nú að þetta er ekki svona ógeðslegt vegna umgengni,“

segir Jón og segir ástæðuna frekar að það ekki þrifið þarna reglulega.

„Gólfið er skítugt og hált af klístri og bara slysagildra. Allar tunnur yfirfullar og ekki hægt að henda pokum nema klístra sig út. Vaskurinn sem er hafður merkilega lítill er einn sá ógeðslegasti sem ég hef séð og hvorki boðið upp á sápu, þurrkur eða hvað þá spritt,“ segir Jón.

Segist hann ekki skilja hvernig Sorpa telur það í lagi að koma svona dónalega fram við fólk. „Þetta er svo yfirgengileg lítislvirðing. Ég held að ef Heilbrigðiseftirlitið kíkti þarna við þá myndu þau dæma þetta heilsuspillandi og loka þessu bara. Ég fór í sturtu í morgun en ætla að fara aftur í sturtu og skipta um föt eftir þessa ógeðslegu reynslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings