fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Lækna-Tómas sér ekkert gott við skemmtiferðaskip – „Hvaða rugl er það?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. júlí 2023 18:00

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson læknir bendir á að á meðan hver stórborgin á fætur annarri úti í heimi banni komur skemmtiferðaskipa þá séu Íslendingar að fjölga komum þeirra, nú síðast Reykjanesbær. „Hvaða rugl er það?“ spyr læknirinn í pistli sem hann birti á Vísir.is.

Tómas segir ennfremur:

„Ný skýrsla sýnir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða! Sjálfur varð ég vitni að miklu mengunarskýi úr skemmtiferðaskipi yfir miðbæ Akureyrar nýlega – sem rataði réttilega í fréttir.“

Tómas segir að ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum skilji litlar tekjur eftir sig og valdi miklu álagi á innviði. Auk þess skaði þeir ímynd landsins sem ferðamannalands:

„Við ættum að leggja áherslu á aðra tegund ferðamennsku á Íslandi sem er ekki jafn mengandi, og skilur meira eftir sig. Þessir ferðamenn kaupa sjaldan gistingu og borða oftast um borð. Síðan er ekkert eðlilegt að dæla inn á nokkrum klukkustundum, tvöfalt fleiri ferðamönnum en sem nemur íbúafjölda bæja eins og Ísafjarðar – og mörgum þeirra hætt að lítast á blikuna.

Innviðir okkar þola þetta illa og álag á heilbrigðiskerfið eykst. Hafnargjöld, minjagripaverslun og aðkeypt þjónusta vega ekki upp það neikvæða álag og ímynd sem skapast af svona spúandi fljótandi mengunarvöldum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót