fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Inga Sæland hvetur fólk til að heimsækja sveitabæ og taka myndir af blóðtöku úr hryssum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 16:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, hefur oft lýst yfir mikilli andstöðu við blóðmerahald. Það gengur í meginatriðum út á að blóð er tekið úr hryssum sem ganga með folöld og það nýtt til að framleiða frjósemislyf sem notað er í svínarækt. Hryssurnar eru þá látnar ganga með folöldin fyrst og fremst í þessum tilgangi.

Nokkurt uppnám varð hér á landi árið 2021 þegar svissnesk dýraverndunarsamtök birtu myndband af blóðmerahaldi á íslenskum sveitabæ sem sýndi illa meðferð á hryssum. Inga var meðal þeirra sem lýstu yfir andstyggð á blóðmerahaldi og vildi að það yrði bannað. Hún hefur lýst yfir mikilli óánægju með að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ákveðið að það yrði áfram leyft. Ísland er eina Evrópuríkið þar sem blóðmerahald er stundað.

Í færslu á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur klukkustundum síðan hvetur Inga alla sem eiga leið um Skagafjörð til að koma við á bænum „Hjaltabaka“ þar sem fram fari blóðtaka úr hundruðum fylfullra hryssa í eigu fyrirtækisins Ísteka. Hún segir að forstjóri fyrirtækisins og á þar væntanlega við Arnþór Guðlaugsson hafi sagst ekkert hafa að fela. Inga segir að af því megi ráða að: „Við séum öll velkomin til að fylgjast með blóðtökunni og taka myndir.“

Í upphaflegri útgáfu færslunnar var Inga með hvatninguna til heimsókna á bæinn í færslunni sjálfri en hefur nú tekið hana út en sett hana í staðinn við athugasemd við færsluna.

Það er hins vegar ekki fyllilega ljóst hvaða sveitabæ Inga á nákvæmlega við. Bærinn Hjaltabakki er staðsettur við Húnafjörð en ekki Skagafjörð. Í lögbýlaskrá er enginn sveitabær með þessu nafni skráður í sveitarfélaginu Skagafirði.

Færslu Ingu og skjáskot af upphaflegri færslu hennar má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað