Með inngöngu ríkjanna eru öll Norðurlöndin orðin aðilar að bandalaginu. Finnland og Svíþjóð fá nú sæti í stjórnstöð NATO í Norfolk í Bandaríkjunum en eftir því sem norska dagblaðið Klassekampen segir þá hafa Norðurlöndin fimm lagt til að komið verði upp nýrri stjórnstöð í Norður-Evrópu.
Eirik Kristoffersen, yfirmaður norska hersins, sagði að Norðmenn líti þar til Bodø. Hann sagði að með því að staðsetja stjórnstöð á Norðurlöndunum sé hægt að vinna með þær sérstöku hernaðarlegu áskoranir sem eru á Norðurlöndunum.
Hann sagði að það sé ekki ósk Norðurlandanna að ráðist verði í uppbyggingu nýrra innviða, það eigi að nota þá sem eru til staðar. Í Bodø sé flott og mjög vel starfhæf herstöð.
Herstöðin er höfuðstöðvar norska hersins.
NATO er nú þegar með stjórnstöðvar í Hollandi og á Ítalíu.