fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Aron fannst látinn með byssukúlu í bringunni – Lögreglan segir ekkert saknæmt við andlát hans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júlí 2023 04:04

Aron Christensens. Mynd:aronlarschristensen.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Wendy Tanner var í gönguferð í Cascades-fjöllunum í norðvesturhluta Bandaríkjanna, ásamt eiginmanni sínum, sá  hún skyndilega kraftalegan og skeggjaðan mann liggja við hlið stígsins. Hún hrópaði til hans en hann svaraði ekki. Þegar hún kom nær honum sá hún að hann var með sár á bringunni.

Þetta sagði hún í samtali við The Wall Street Journal. Fram kemur að maðurinn var látinn þegar Wendy kom að honum og við hlið hans lá dauður hvolpur. „Guð minn góður, er einhver að skjóta göngufólk?“ sagði Wendy við eiginmann sinn.

Þau voru stödd utan alfaraleiða í Washington, nærri Walupta Lake. Svæðið er vinsælt meðal göngufólks og fjallgöngufólks. Nærri því eru eldfjöllin Mount Rainier og Mount St. Helens.

Hjónin urðu að ganga um sex kílómetra til að komast í símasamband. Þegar lögreglumaður frá lögreglunni í Lewis County kom á vettvang skoðaði hann líkið og sagði hjónunum að maðurinn hefði annað hvort dottið og lent á trjágrein eða fengið hjartaáfall.

Walupt Lake. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

Corey Christensen fékk sömu upplýsingar daginn eftir þegar hringt var í hann og honum skýrt frá andláti bróður hans. „Við höldum að hann hafi fengið hjartaáfall. Það er ekkert grunsamlegt að sjá,“ sagði starfmaður réttarmeinafræðistofunnar við hann.

Hinn látni hét Aron Christensen og var 49 ára. Hann fór oft í gönguferðir einn.

En engin skýring var sett fram á af hverju hundurinn var dauður.

Síðan lík Aron fannst þann 20. ágúst 2022 hefur málið tekið margar undarlegar beygjur.

Sagði að skoti hafi ekki verið hleypt af

Aron var í útilegu með vinum sínum og höfðu þeir tjaldað við Walupt Lake. Að morgni 20. ágúst ákvað Aron að fara einn í gönguferð og hafði fjögurra mánaða hvolp sinn með.

Hann ætlaði að fara 20 km leið og ætlaði að vera kominn tímanlega aftur til að aðstoða við kvöldmatinn. En þess í stað fannst lík hans seinnipartinn.

Þegar Andrew Scrivner, lögreglumaður, kom á vettvang og skoðaði líkið áttaði hann sig ekki alveg á málavöxtum að því er segir í skýrslu hans. „Það er erfitt að segja hvort það var byssukúla eða trjágrein sem hafði farið inn í líkama hans,“ skrifaði hann.

Aron Christensens. Mynd:aronlarschristensen.com

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann fann engin skotsár á hvolpinum og engin skothylki á svæðinu. Af þeim sökum komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert saknæmt hefði átt sér stað.

Klukkan 19.45 sendi hann þau skilaboð til stjórnstöðvar lögreglunnar að Aron hefði ekki verið skotinn. Þegar hann var spurður hvort þörf væri á að senda rannsóknarlögreglumenn á vettvang sagði hann nei.

Unglingurinn með skammbyssuna

Hreyfing komst á málið seinnipart næsta dags. Þá hringdi Michael Asbach til lögreglunnar í Lewis County og sagði að sonur hans, Ethan, hefði skotið hund nærri Walupt Lake daginn áður og fundið látinn mann.  

The Wall Street Journal segir að í skýrslum lögreglunnar komi fram að Andrew Scrivner hafi hringt í Ethan sem hafi virst vera í uppnámi.

Hann sagðist hafa farið í göngutúr um klukkan 9 með unnustu sinni og hafi þau ætlað að hitta föður hans og fara á bjarndýraveiðar. Hann tók skammbyssu föður síns með í ferðina.

Aron Christensen. Mynd:aronlarschristensen.com

 

 

 

 

 

Á ellefta tímanum sagði hann að þau hafi heyrt hljóð og séð augu við hlið göngustígsins. Hann sagðist hafa hrópað á dýrið en það hafi áfram stefnt á þau og því hafi hann skotið úr skammbyssunni á það.

Þegar hann fór til að skoða hvað hann hafði skotið fann hann ekki dýr heldur mann með skotsár á bringunni. Við hlið hans lá dauður hundur. Hann sagði Scrivner að kúlan hefði farið í gegnum hundinn og í manninn.

Hann sagðist hafa verið hræddur um að lenda í vandræðum út af þessu og því hafi hann ekki tilkynnt lögreglunni um málið. „Ég tók í gikkinn, það gerði ég, ég ber ábyrgðina, en þetta var skammbyssa föður míns,“ sagði hann.

Röntgenmyndir staðfestu að byssukúla sæti í bringu Aron.

En fjölskyldu hans var ekki tilkynnt um þetta. Nokkrum vikum síðar hringdi rannsóknarlögreglumaður í Corey og velti því upp hvort Aron hefði getið látist af völdum maríjúananeyslu.

Lögreglan fann marijúana í farangri Aron og taldi það styðja kenninguna um að marijúana hefði orðið honum að bana.

Undarleg hegðun lögreglumanna

Utanaðkomandi sérfræðingar, sem voru fengnir til að rannsaka lík Aron og hundinn, tóku eftir undarlegri hegðun lögreglumanna í Lewis County.

Megan Quinn, réttarmeinafræðingur, sagði saksóknara að henni hefði fundist eins og einn lögreglumaður hafi viljað að krufningarskýrsla hennar myndi passa inn í ákveðna frásögn.

Hún sagðist hafa fundið ummerki í heilavef Aron um að hann hefði fengið hjartaáfall á svipuðum tíma og hann lést. „Má ég hringja í yfirmann minn og segja honum að það hafi verið dánarorsökin,“ spurði lögreglumaður hana þá.

„En, hann er enn með byssukúlu í sér,“ svaraði hún.

Lögreglumenn á staðnum þar sem Aron fannst. Mynd:Lewis County Sheriff’s Office

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar hún skilaði af sér skýrslu um málið sagði hún dánarorsökina hafa verið „skot í bringuna“ og flokkaði andlátið sem morð.

Hún tók fram að ummerki væru um hjartaáfall einhvern tímann á síðustu 12 klukkustund lífs Aron en að hann hefði verið á lífi þegar hann var skotinn.

Dýralæknir var fenginn til að skoða hræ hundsins og var niðurstaðan að hann hefði verið drepinn með stungu. Það vakti því mikla undrun hjá dýralækninum þegar lögreglan kynnti niðurstöðu sína um að hundurinn hefði verið skotinn.

Dýralæknirinn taldi útilokað að svo væri því engin kúla hafi verið í hundinum og ekkert sár þar sem kúla hefði átt að fara út. Stungusár studdi heldur ekki frásögnina um að hundurinn hefði verið skotinn og að skotið hefði farið í gegnum hann og í Aron.

Annar dýralæknir var því fenginn til að skoða hundinn. Sá fann sár undir feldi hans og komst að því að byssukúla hefði drepið hann og að hún hefði farið í gegnum skrokkinn.

Hundur Arons. Mynd:GoFundMe

 

 

 

 

 

Fyrri dýralæknirinn vildi þá fá að skoða hundinn aftur en fékk það ekki fyrr en um hálfu ári síðar. Rannsókn á sárinu sýndi að ekkert hafði blætt í kringum það og því vaknaði grunur um að sárinu hefði „verið bætt við“ eftir fyrstu rannsóknina. „Það blæðir ekki úr dauðum hundum,“ sagði dýralæknirinn.

Vefjaprufa var einnig send til óháðrar rannsóknarstofu sem komst að þeirri niðurstöðu að „útgangssárið“ hefði myndast eftir að hundurinn drapst.

Augljós mistök

Þrátt fyrir að nú sé tæpt ár liðið síðan Aron fannst látinn hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar.  The Oregonina segir að í apríl hafi Jonathan Meyer, lögreglustjóri í Lewis County, sagt að ákæra verði ekki gefin út í málinu. Skipti þá engu að mælt hafði verið með að Ethan yrði ákærður fyrir manndráp og dýraníð.

Í bréfi sem saksóknari sendi lögreglunni þann 13. apríl sagðist hann ekki ætla að gefa út ákæru því rannsókn lögreglunnar hafi verið svo ábótavant. Hann sagði að lögreglan hafi gert augljós mistök þegar hún kom fyrst á vettvang.

Lögreglustjórinn sagði að Andrew Scrivner hafi gert „augljós mistök“ þegar hann sagði að ekki væri þörf fyrir rannsóknarlögreglumenn á vettvang. „Ekki var farið eftir gamla orðatiltækinu „rannsakaðu þetta eins og um morð sé að ræða, þar til það er það ekki,“ í þessu máli,“ sagði hann.

Þarna fannst Aron. Mynd:Lewis County Sheriff’s Office

 

 

 

 

 

Saksóknarinn sagði að enginn raunveruleg vettvangsrannsókn hafi verið framkvæmd og sagði að einungis sé hægt að velta fyrir sér hvað hafi gerst. Lögreglan eigi hins vegar að byggja ákvarðanir sínar á þeim sönnunargögnum sem liggja fyrir.

Warren McLeod, aðalréttarmeinafræðingur Lewis County, sagði í samtali við The Wall Street Journal að það hafi verið mistök þegar undirmaður hans sagði Corey að Aron hefði látist af völdum hjartastopps. En það er ekki stærsta vandamálið sagði hann. „Það hafa ekki bara verið litlar hindranir á leiðinni í þessu máli, þær voru svo stórar að þær komu fram á jarðskjálftamælum,“ sagði hann.

Í kjölfar tilkynningar lögreglunnar um að ákæra verði ekki gefin út sendi fjölskylda Aron tilkynningu frá sér þar sem segir að „réttarvörslukerfið hafi brugðist“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag