fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Úkraínumenn sagðir berja harkalega á Rússum í Bakhmut

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 06:53

Rússneskir málaliðar í Bakhmut. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru í mikilli vörn við Bakhmut en á síðustu sjö dögum hafa Úkraínumenn náð töluverðum hluta bæjarins aftur á sitt vald.

Þetta kemur fram í stöðufærslu breska varnarmálaráðuneytisins sem var birt á Twitter.

Segir ráðuneytið að úkraínskar hersveitir hafi sótt fram bæði norðan og sunnan við bæinn. Líklega sé mórallinn meðal rússnesku hermannanna ekki upp á það besta, varnarsveitir þeirra séu blanda ólíkra herdeilda og þeir hafi takmarkaða getu til að finna og hæfa rússneska stórskotaliðið.

Ráðuneytið segir einnig að ólíklegt sé að Rússar séu með nægilega mikið af hermönnum til að verja allan bæinn og að það sé óásættanlegt í huga Rússa að missa bæinn í hendur Úkraínumanna.

Bakhmut er pólitísk táknmynd og orustan um bæinn í vetur og vor er ein fárra sem Rússar geta stært sig af að hafa unnið. Fórnarkostnaðurinn var þó ærinn en vestrænir sérfræðingar telja að þeir hafi misst tugi þúsunda hermanna í baráttunni um þennan litla bæ sem hefur litla sem enga hernaðarlega þýðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg