CNN hefur þetta meðal annars eftir Petro Andriushchenko, ráðgjafa úkraínska borgarstjórans í Maríupól en sá er raunar ekki í borginni því hún er á valdi Rússa.
Engar opinberar tilkynningar hafa borist frá Rússum um málið en margir rússneskir herbloggarar hafa skýrt frá þessu á Telegram.
Hin rússneska Military Informant síðan skrifaði að Tsokov hafi fallið þegar Úkraínumenn gerðu árás á Berdjansk með breskum Storm Shadow stýriflaugum. Síðan er með rúmlega 600.000 fylgjendur.
Ef þetta er rétt, þá er Tsokov níundi rússneski hershöfðinginn sem fellur í stríðinu og raunar sá hæst setti að sögn The Telegraph.