„Er einhver með ráð? Kærasti minn skilur nikótín púða út um alla íbúð og stundum finn ég 2-3 inn í barnaherberginu hjá dóttur okkar (sem er nýorðin þriggja ára). Ég er búin að reyna að fá hann til þess að passa að gera þetta ekki, setja notuðu púðana í vasann sinn, dolluna eða ruslið, en nú eru komin tvö ár án árangurs og við búin að eignast annað barn sem gæti farið að setja þetta í munninn sinn,“
segir í færslu í Facebook-hópnum Mæðratips á miðvikudag, en færslan vakti hörð viðbrögð. Segist konan búin að senda kærastanum og barnsföður sínum greinar um hversu skaðlegt það er ef barn setur nikótínpúða upp í sig, en það breyti engu um háttalag hans.
„Er einhver með ráð sem virkaði fyrir sig eða maka, mér dettur ekkert í hug annað en að hætta að taka í vörina en það er sennilega aldrei að fara að gerast.“
Segja málið barnaverndarmál
127 athugasemdir hafa verið ritaðar við færsluna. Snúa margar að því að athæfið sér stórhættulegt fyrir börnin og hreinlega um barnaverndarmál að ræða.
„Taktu hann með þér í ungbarnaeftirlitið (ef þú ert ennþá að mæta þangað ) segðu hjúkkunni frá hún á eftir að jarða hann fáðu bara aukatíma.“
„Myndi banna honum að koma með dollur inn í hús. Bara geyma þetta í bílnum og fara þangað ef að hann ætlar að fá sér. Rétt eins og fólk sem reykir..það reykir ekki lengur inni og skilur stubbana eftir út um allt í kringum börn.“
„Ég myndi sprauta vatni framan í hann með úðabrúsa í hvert skipti sem hann gerir þetta og segja ákveðið „nei!“. Svo er gott að loka hann bara af á afmörkuðu svæði á meðan þú ert að húsvenja hann svo þú getir fylgst með honum öllum stundum. Gefðu honum svo meira frelsi smám saman eftir því sem hann lærir. En án gríns – þú átt ekki að þurfa að ala upp makann þinn, þetta er fáránlegt.“
Ráðleggja að henda manninum af heimilinu
Margar athugasemdir snúa einfaldlega að því að henda manninum út af heimilinu:
„Finnst honum bara allt í lagi að eitra fyrir börnunum sínum? Ég væri búin að henda honum út, og hann fengi ekki að koma aftur inn í húsið fyrr en hann lofaði að taka sig á. Það þarf að taka harkalega á þessu áður en það er of seint. Skilur hann eftir hnífa og skæri út um allt?“
„Grýta kallinum lóðbeint út ef hann getur ekki passað að barnið nái ekki í þetta. Getur verið stórhættulegt fyrir lítil börn.“
„Skilur hann útidyrahurðina eftir opna? Setur hann þau ekki í bílbelti? Gefðu honum bikar sem á stendur „óábyrgasti pabbinn“ og hentu honum svo út þar til hann getur sýnt ábyrgð. Og sýnt börnunum sínum virðingu og væntumþykju.“
Ljóst er í einhverjum athugasemdum að mæður hafa reynslu af því að börn þeirra hafi gleypt nikótínpúða og hversu hættulegt það er:
„Henda honum út! Er hann að reyna að drepa börnin?? Sonur minn komst óvart í niktótínpúða frá mér þegar hann var yngri og það endaði á bráðamóttöku og svakaleg veikindi sem fylgdu – þetta er stórhættulegt, í guðanna bænum! Ef barn kemst í svona púða og hreinsar ekki út úr systeminu sínu með því að æla því þá er aldrei að vita nema að það endi bara einfaldlega með níkótíneitrun og dauða í alverstu tilfellum. Ef ég væri í þinni stöðu myndi ég einfaldlega henda þessu flykki út – frekar það en að setja barnið mitt í hættu.“
Lofar bót og betrun
Þráðhefjandi þakkar fyrir allar athugasemdirnar og segist hafa rætt við manninn, en virðist þó engan veginn taka mark á loforði hans um bætta hegðun.
„Ég var að ræða við hann og hann segist ætla að passa sig (sem hann hefur sagt í öll hin skiptin þannig ég tek engan veginn mark á honum). Hann tók ekki í mál að halda þessu utan heimilisins þannig ég sagði við hann að ég myndi heyra í Barnavernd ef ég sé þetta aftur þar sem barnið sér til, hvort sem það eru púðar eða dollan (sem eldri stelpan getur opnað).“
Bendir ein kona á í athugasemd að ef pósturinn væri ekki nafnlaus væru fjölmargar búnar að tilkynna manninn. „Gera honum grein fyrir að ef þessi póstur hefði ekki verið nafnlaus þá væri hann búin að fá yfir 100 tilkynningar til barnaverndar.“
Fékk níkótíneitrun vegna púða á leikskólalóð
Í febrúar greindi DV frá því að barn á leikskólaaldri veiktist af nikótíneitrun eftir að hafa tuggið nikótínpúða sem það taldi vera tyggjó. Púðann fann barnið á leikskólalóðinni. Í tilkynningu frá leikskólanum sagði: „Það var mikið lán að barnið gleypti ekki púðann þar sem það margfaldar áhrif nikótínsins. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi, en þau geta verið alvarlegri og jafnvel banvæn.“
Sjá einnig: Barn fékk nikótíneitrun vegna púða sem fannst á leikskólalóð
Í frétt RÚV í lok janúar kom fram að þrjú til fjögur börn leita á bráðamóttöku barna í hverri viku vegna nikótíneitrunar. Mæðravernd hefur áhyggjur af hversu algeng notkun nikótínpúða er meðal kvenna á barneignaaldri. Nikótínpúðar séu ekki síður skaðlegir á meðgöngu en sígarettur og tóbak, og geti aukið líkur á fyrirburafæðingu og keisaraskurði.
Sjá einnig: Mörg tilfelli á viku þar sem börn greinast með nikótíneitrun
Hlutverk Eitrunarmiðstöðvar
Á vef Landspítalans má finna upplýsingar um Eitrunarmiðstöð, en eitt af helstu hlutverkum hennar er að veita upplýsingar um eiturefni og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Þar má finna góð ráð til að koma í veg fyrir eitranir á heimilum. Um tóbak og níkótínpúða segir: