fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Fjögurra ára hryllingur heimilisofbeldis – Réðst á eiginkonuna á brúðkaupsnóttina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni, á árunum 2019 til 2023.

Ákæruliðirnir eru alls 13 og lýsa meintu hrottalegu ofbeldi mannsins gagnvart konunni yfir fjögurra ára tímabil. Í fyrsta ákærulið er lýst atviki frá laugardeginum 25. febrúar á þessu ári. Þar segir að maðurinn hafi veist að konunni að morgni dags og haft við hana kynferðismök önnur en samræði án hennar samþykkis. Hann hafi slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, kastað innanstokksmunum í höfuð hennar, hrint henni í gólfið og víðsvegar sparkað í og traðkað á líkama hennar þar sem hún lá, skyrpt á hana og haldið henni fastri í gólfinu. Hann hafi lamið hana og klipið á nára- og kynfærasvæði, rifið utan af henni buxur og nærbuxur og stungið hendi eða öðrum hlut ítrekað djúpt inn í leggöng hennar og endaþarm. Konan hlaut lífshættulega áverka af þessari árás sem lýst er í ákæru. Hafi hún m.a. misst hægðir við atlöguna, auk þess að hljóta þrjú rifbeinsbrot og ýmsa aðra áverka.

Í ákærunni er einnig lýst líkamsárás og nauðgun um viku áður, þ.e. 17. febrúar. Veitti maðurinn konunni þá mikla áverka með því að berja hana og sparka í hana, meðal annars.

Maðurinn er einnig sakaður um alvarlega líkamsárás á konuna þann 13. mars 2022 en þá réðst hann á hana inn í stofu á heimili þeirra, kýldi hana og sparkaði í hana, kastaði í hana logandi sígarettum, svívirti hana með niðrandi orðbragði og tók hana kyrkingartaki með báðum höndum.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa ráðist á konuna á nýársdag 2023 og nauðgað henni í endaþarm.

Ofbeldi á brúðkaupsnótt

Allar árásirnar eru sagðar hafa farið fram á heimili hjónanna nema árás mannsins á konuna á brúðkaupsnótt þeirrra sem var á stað sem er ótilgreindur í ákæru. Er hann þá sagður hafa veist að henni með ofbeldi, slegið hana í upphandlegg, hellt kampavíni yfir brúðarkjól hennar og óskað eftir hjónaskilnaði.

Í maímánuði árið 2020 er maðurinn sagður hafa ráðist á konuna inni í eldhúsi, löðrungað hana, hrint henni í gólfið og sparkað í hana klæddur vinnuskóm með stáltá.

Í sama mánuði er maðurinn sakaður um kynferðisbrot gagnvart konunni er hann neyddi hana til munnnmaka svo hún kastaði upp. Einnig nauðgaði hann henni í endaþarm.

Mörg önnur meint ofbeldistilvik eru tilgreind í ákærunni og er maðurinn meðal annars sakaður um að hafa beitt konuna ofbeldi á heimili þeirra á Ljósanótt 2019. Sló hann hana í andlit með flötum lófa og krepptum hnefa og veitti henni hnefahögg í magann svo hún missti andann og féll í gólfið. Sparkaði hann þá í líkama hennar og skellti höfði hennar í flísalagt gólfið. Hafði konan miklar höfuðkvalir eftir þessa árás.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerð er miskabótakrafa fyrir hönd konunnar um bætur upp á 9 milljónir króna.

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjaness þann 14. ágúst næstkomandi. Búast má við að dómur falli fyrir miðjan september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg